Skilur ekki ákall Samherja um birtingu gagna

Helgi segir það ítrekað hafa komið fram að skýrsla eða …
Helgi segir það ítrekað hafa komið fram að skýrsla eða gögn Verðlagsstofu um viðskiptahætti Samherja liggi fyrir, þrátt fyrir póst deildarstjóra Verðlagsstofu skiptaverðs til Samherja þar sem hún staðfestir að gögnin hafi aldrei verið unnin af stofnuninni. mbl.is/Stella Andrea

Helgi Selj­an, fréttamaður RÚV, seg­ist ekki skilja ákall Sam­herja um birt­ingu gagna þar sem fram kom að Sam­herji hafði selt karfa á und­ir­verði til dótt­ur­fé­lags síns er­lend­is. Gögn­in hafi verið birt áður. Sam­herji ásak­ar Helga um að hafa falsað um­rædd gögn í þætti sem birt­ist á YouTu­be-rás fyr­ir­tæk­is­ins í gær og segja jafn­framt í til­kynn­ingu að fyr­ir­tækið skori á RÚV að birta um­rædd gögn.

Helgi seg­ir það ít­rekað hafa komið fram að skýrsla eða gögn Verðlags­stofu um viðskipta­hætti Sam­herja liggi fyr­ir, þrátt fyr­ir póst deild­ar­stjóra Verðlags­stofu skipta­verðs til Sam­herja þar sem hún staðfest­ir að gögn­in hafi aldrei verið unn­in af stofn­un­inni. Í yf­ir­lýs­ingu Helga vegna máls­ins seg­ir: „Það, hvers vegna nú­ver­andi starfsmaður Verðlags­stofu hafn­ar því núna, 8 árum eft­ir birt­ingu þess í sjón­varpi, að það hafi verið gert, er með nokkr­um ólík­ind­um, þó ekki sé fast­ar að orði kveðið.“

Helgi sagði svo í sam­tali við mbl.is að „vænt­an­lega hefði Verðlags­stofa gert at­huga­semd við það á sín­um tíma ef upp hefði komið grun­ur að fréttamaður RÚV væri að reyna að falsa gögn sem koma ættu frá stofn­un­inni.“

Staðfest­ir að gögn­in séu til

Fram kom í viðtali mbl.is við Guðmund Ragn­ars­son í dag að gögn­in sem um ræðir væru sann­ar­lega til. Það staðfesti Guðmund­ur og seg­ist hann sjálf­ur hafa notað gögn­in við grein­skrif fyr­ir tíma­rit Fé­lags vél­stjóra og málm­tækni­manna, en hann var formaður fé­lags­ins á þeim tíma.

Einnig sat Guðmund­ur í úr­sk­urðar­nefnd sjó­manna og út­vegs­manna en nefnd­in tek­ur til greina töl­ur frá Verðlags­stofu skipta­verðs um fisk­verð og rann­sak­ar hvort verð séu „eðli­leg eða óeðli­leg." Hann seg­ist ekki vita hver lak gögn­um til Helga Selj­an á sín­um tíma en bæt­ir við að hon­um finn­ist stórfurðulegt að trúnaður ríki um störf Verðlags­stofu og úr­sk­urðar­nefnd­ar sjó­manna og út­vegs­manna.

Sam­herji birtu gögn­in sjálf­ir

Í fyrr­nefnd­um þætti Sam­herja, sem birt­ist í gær, er Helgi Selj­an bor­inn þeim sök­um að hafa falsað gögn frá Verðlags­stofu skipta­verðs sem sanna áttu meint brot Sam­herja á gjald­eyr­is­lög­um árið 2011. Í til­kynn­ingu Sam­herja frá því í gær skor­ar fyr­ir­tækið á RÚV að birta gögn­in. Helgi Selj­an seg­ir í sam­tali við mbl.is að með því væri um „end­ur­birt­ingu að ræða.“

Helgi seg­ir að sýnt hafi verið fram á, í kast­ljósþætti þann 27. mars 2012, að gögn­in séu til. Jafn­framt hafi Sam­herji sjálf­ur birt gögn­in þar sem þeir birtu mynd­brot úr kast­ljósþætt­in­um, þar sem gögn­un­um bregður fyr­ir, í eig­in þætti. Gögn­in hafi ekki enn verið birt í heild sinni til þess að vernda heim­ild­ar­menn. Per­sónu­upp­lýs­ing­ar heim­ild­ar­manna Kast­ljóss komi fram í gögn­un­um og ekki sé unnt að láta slík­ar upp­lýs­ing­ar af hendi.

Seg­ist vita hvað liggi að baki

Helgi seg­ir aug­ljóst að ákall Sam­herja um birt­ingu gagn­anna sé vegna þess að enn hafi ekki komið fram hverj­ir heim­ild­ar­menn Kast­ljóss hafi verið. „Það lít­ur allt út fyr­ir að Sam­herji sé hér ein­fald­lega að reyna að kom­ast yfir upp­lýs­ing­ar um þessa heim­ild­ar­menn okk­ar. Annað verður ekki ráðið af þessu öllu sam­an.“

Helgi bæt­ir síðan við að til­gang­ur þessa út­spils Sam­herja hafi aldrei verið ann­ar en að vekja at­hygli á mál­inu núna og beina þannig at­hygl­inni frá þeirri staðreynd að Sam­herji sæt­ir rann­sókn vegna viðskipta fyr­ir­tæk­is­ins í Namib­íu og víðar, ásök­un­um sem for­stjóri Sam­herja hef­ur enn ekki svarað, þrátt fyr­ir ít­rekuð boð og beiðnir um svör. Sem standa enn.

Aðspurður um hvort RÚV ætli sér að birta gögn­in aft­ur seg­ir Helgi í sam­tali við mbl.is að það þurfi að ræða inn­an frétta­deild­ar RÚV og ræða það við heim­ild­ar­menn Kast­ljóss í mál­inu.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina