Til hafnar eftir 1.500 sjómílna siglingu

Loki, léttbátur varðskipsins Týs, var sérstaklega útbúinn undir eldvarnaræfingu. Bar …
Loki, léttbátur varðskipsins Týs, var sérstaklega útbúinn undir eldvarnaræfingu. Bar hann búnað og mannskap sem vóg um eitt tonn. Ljósmynd/Guðmundur St. Valdimarsson

Varðskipið Týr kom til hafn­ar í Reykja­vík í morg­un eft­ir að hafa sinnt eft­ir­liti í Smugunni auk hefðbund­inna lög­gæslu­starfa inn­an ís­lensku efna­hagslög­sög­unn­ar í rúm­lega tvær vik­ur. Ferðin hófst á Seyðis­firði og sigldi skipið rúm­ar 1.500 sjó­míl­ur, að því er fram kem­ur á vef Land­helg­is­gæsl­unn­ar.

Áhöfnin á Tý hafði afskipti af skipum á Íslandsmiðum
Áhöfn­in á Tý hafði af­skipti af skip­um á Íslands­miðum Ljós­mynd/​Guðmund­ur St. Valdi­mars­son

Fram kem­ur að áhöfn­in á Tý hafi farið í eft­ir­lits­ferðir um borð í sex ís­lensk skip inn­an og utan lög­sög­unn­ar. Jafn­framt var haft af­skipti af jafn­mörg­um skip­um vegna ým­is­kon­ar mála, meðal ann­ars þurfti að vísa tveim­ur í land þar sem bát­ar þeirra voru komn­ir langt yfir leyfi­lega úti­veru.

Fjöldi æf­inga voru haldn­ar eins og venja er í ferðum varðskipa Land­helg­is­gæsl­unn­ar. Tveir kafar­ar voru um borð og gafst tæki­færi á Sigluf­irði til þess að halda köf­un­aræf­ingu. Viðbrögð við elds­voða voru æfð og öfl­ugri háþrýsti­dælu með slökkvi­byssu komið fyr­ir í Loka, létt­bát varðskips­ins, auk ann­ars búnaðar sem notaður var til slökkvistarfa. Loki bar um eitt tonn af búnaði og mann­skap en náði þrátt fyr­ir þyngd­ina 25 hnút­um.

Köfunaræfing á Siglufirði.
Köf­un­aræf­ing á Sigluf­irði. Ljós­mynd/​Guðmund­ur St. Valdi­mars­son
Eldvarnaræfing.
Eld­varn­aræf­ing. Ljós­mynd/​Guðmund­ur St. Valdi­mars­son
mbl.is