Trúnaður Verðlagsstofu „stórfurðulegur“

Aðspurður hvort hann muni eftir þessu tiltekna skjali og hvort …
Aðspurður hvort hann muni eftir þessu tiltekna skjali og hvort fjallað hafi verið um það hjá Úrskurðarnefndinni segir hann: „Já, við fjölluðum um þetta eins og mörg önnur mál og það var farið þess á leit við Samherja að laga þetta.“ mbl.is/Sigurður Bogi

Fyrr­ver­andi formaður Fé­lags vél­stjóra og málm­tækni­manna staðfest­ir að Úrsk­urðar­nefnd sjó­manna og út­vegs­manna hafi fengið til um­fjöll­un­ar frá Verðlags­stofu skipta­verðs sama skjal og fréttamaður­inn Helgi Selj­an byggði um­fjöll­un sína um meint brot Sam­herja á gjald­eyr­is­lög­um í Kast­ljósþætti árið 2012.

Guðmund­ur Ragn­ars­son, fyrr­ver­andi formaður VM, sat í Úrsk­urðar­nefnd sjó­manna og út­vegs­manna þar til fyr­ir tveim­ur árum síðan, og staðfest­ir að það sem fjallað var um í um­rædd­um Kast­ljósþætti hafi verið rétt, en hann byggði grein sem hann skrifaði í Tíma­rit VM á sama skjali.

„Við sem erum í Úrsk­urðar­nefnd­inni fáum þessi gögn sem Verðlags­stofn­un er að vinna með heilt yfir. Það væri eng­inn til­gang­ur með Úrsk­urðar­nefnd­inni ef hún fengi ekki þessi gögn þar sem Verðlags­stofa er að rann­saka hvort fisk­verð sé eðli­legt eða óeðli­legt,“ seg­ir Guðmund­ur í sam­tali við mbl.is, en fyrst var rætt við Guðmund vegna máls­ins á Stund­inni.

Ekki rétt að skjalið hafi ekki verið unnið

Aðspurður hvort hann muni eft­ir þessu til­tekna skjali og hvort fjallað hafi verið um það hjá Úrsk­urðar­nefnd­inni seg­ir hann: „Já, við fjölluðum um þetta eins og mörg önn­ur mál og það var farið þess á leit við Sam­herja að laga þetta.“

„Það sem er und­ar­leg­ast í þessu öllu sam­an er hvaða til­gangi það þjón­ar að vera með ein­hvern trúnað yfir gögn­um úr­sk­urðar­nefnd­ar­inn­ar. Þetta er op­in­ber nefnd og í sjálfu sér ætti ekki að vera neinn trúnaður yfir því sem Verðlags­stofa er að vinna,“ seg­ir Guðmund­ur, en þeir sem rætt hef­ur verið við hjá Verðlags­stofu vegna máls­ins kann­ast ekki við að skjalið sem Helgi Selj­an vísaði til í um­fjöll­un sinni hafi verið unnið af stofn­un­inni. 

Guðmundur Ragnarsson, fyrrverandi formaður VM.
Guðmund­ur Ragn­ars­son, fyrr­ver­andi formaður VM.

„Það er bara ekki rétt,“ seg­ir Guðmund­ur um að Verðlags­stofa hafi ekki unnið skjalið. Hann þorir þó ekki að full­yrða um hafi verið að ræða eig­in­lega skýrslu, en að vissu­lega hafi verið um að ræða gögn frá Verðlags­stofu sem Úrsk­urðar­nefnd­in hafi tekið til um­fjöll­un­ar. „hvort þetta var skýrsla, maður er nú ekki með harða disk­inn svo flott­an að maður muni þetta allt sam­an, en hvort þetta var skýrsla eða ekki skýrsla. Þetta var skjal með verði á fiski sem Sam­herji var að flytja út,“ seg­ir Guðmund­ur en bæt­ir því við að Sam­herji sé ekki eina fyr­ir­tækið sem hafi verið að gera „eitt­hvað óeðli­legt“ sem Verðlags­stofn­un hafi gert at­huga­semd við. „Þess vegna segi ég það og ít­reka að það skuli vera ein­hver trúnaður yfir gögn­um Verðlags­stofn­un­ar og því sem hún er að gera og kemst að, það er stórfurðulegt.“

Tel­ur sig ekki vera að brjóta trúnað

Guðmund­ur seg­ir að eðli­leg­ast væri ef Verðlags­stofn­un myndi birta gögn­in, sem hann seg­ir að séu vissu­lega til. Sjálf­um hafi hon­um borist nafn­laus­ir tölvu­póst­ar og jafn­vel hót­an­ir í kjöl­far þess að hann fjallaði um óreiðu í verðlagi á fiski á Íslandi, sem hann byggði meðal ann­ars á um­ræddu skjali frá Verðlags­stofn­un, þar sem hann var m.a. minnt­ur á að brot á trúnaði gæti varðað sex ára fang­elsi.

„Kannski má segja það í sjálfu sér, að þó ég sé að staðfesta þessa tölu þá tel ég mig ekki vera að brjóta trúnað, og ég veit ekki hvar Helgi fékk þessi gögn, en það er hægt að staðfesta að þetta er rétt.“

mbl.is