Alexandra Helga Ívarsdóttir náttúrukokkur og fótboltamaðurinn Gylfi Þór Sigurðsson eru búsett í Bretlandi en þau hafa verið á Íslandi upp á síðkastið.
Hjónin, sem giftu sig með mikilli viðhöfn á Ítalíu í fyrrasumar, hafa þrætt áhugaverða staði á Íslandi í sumarfríinu. Síðasta sunnudag fagnaði hún 31 árs afmæli sinu og af því tilefni skipulagði Gylfi Þór glæsilega afmælisveislu.
Hjónin fóru á Sólheimajökul og tóku sig fantavel út á Instagram enda klædd í stíl. Hún í blárri 66°Norður skel og hann í ljósbláum útivistarjakka.
Gylfi þakkar fyrirtækinu Obsidian fyrir hjálpina en fyrirtækið gerði það að verkum að ferðin var algerlega ógleymanleg!