Keypti hlutabréf fyrir 137 milljónir

Guðmundur Kristjánsson.
Guðmundur Kristjánsson. mbl.is/Kristinn Magnúson

Guðmund­ur Kristjáns­son, fyrr­ver­andi for­stjóri og nú­ver­andi stjórn­ar­maður í Brim, keypti í dag  nær 3,3 millj­ón­ir hluta í Brim. Voru hlut­irn­ir keyp­ir á geng­inu 41,7 og því nem­ur kaup­verðið ríf­lega 137 millj­ón­um króna. Þetta kem­ur fram í til­kynn­ingu frá Fjár­mála­eft­ir­lit­inu. 

Um er að ræða þrenn viðskipti. Keypti Guðmund­ur 1.644.797 hluti í gegn­um Útgerðarfé­lag Rekj­a­vík­ur hf., 19.797 hluti í eig­in nafni og að lok­um 1.625.000 hluti í gegn­um Fiski­tanga ehf. Hleyp­ur kaup­verðið eins og fyrr seg­ir á rétt ríf­lega 137 millj­ón­um króna.

mbl.is