Keypti hlutabréf fyrir 137 milljónir

Guðmundur Kristjánsson.
Guðmundur Kristjánsson. mbl.is/Kristinn Magnúson

Guðmundur Kristjánsson, fyrrverandi forstjóri og núverandi stjórnarmaður í Brim, keypti í dag  nær 3,3 milljónir hluta í Brim. Voru hlutirnir keypir á genginu 41,7 og því nemur kaupverðið ríflega 137 milljónum króna. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Fjármálaeftirlitinu. 

Um er að ræða þrenn viðskipti. Keypti Guðmundur 1.644.797 hluti í gegnum Útgerðarfélag Rekjavíkur hf., 19.797 hluti í eigin nafni og að lokum 1.625.000 hluti í gegnum Fiskitanga ehf. Hleypur kaupverðið eins og fyrr segir á rétt ríflega 137 milljónum króna.

mbl.is