Ljósmyndarinn Devidas Matkevicius, sem sérhæfir sig í ferða- og landslagsljósmyndun, ákvað að láta draum sinn rætast og stökk niður Stuðlagil. Hann sýndi frá gjörningnum á Instagram.
Stuðlagil er einn heitasti viðkomustaður ferðamanna sem heimsækja Ísland þetta sumarið. Hann er líka umdeildur en sérfræðingar hafa bent á að fólk þurfi að fara varlega og þessi staður sé ekki ætlaður til sundiðkunar og sé ekki hættulaus. Í vikunni bárust fréttir af því að Helgi Jean Classen hlaðvarpsstjarna í Hæ Hæ, fyrirlesari og uppistandari hafi farið niður Stuðlagil á áhirfavaldakút og ætlaði allt um koll að keyra. Í kjölfarið benti Helgi Jean á að það væri almennt mjög hættulegt að vera til.
Flestir geta eflaust verið sammála um að Stuðlagil sé stórbrotið og í myndbandi Matkevicius má sjá hættuna sem fylgir þessu stökki. Hann er búsettur á Íslandi, tekur sérlega fallegar landslagsmyndir og hefur ferðast um hvern krók og kima Íslands.