Trúir ekki öðru en að RÚV afhendi gögnin

Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, trúir ekki öðru en að …
Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, trúir ekki öðru en að Stefán Eiríksson, útvarpsstjóri, verði við beiðni um að gögnin frá Verðlagsstofu skiptaverðs verði afhent lögmanni félagsins. Ljósmynd/Þórhallur Jónsson

Þor­steinn Már Bald­vins­son, for­stjóri Sam­herja, kveðst í sam­tali við 200 míl­ur ekki trúa öðru en að RÚV verði við beiðni fyr­ir­tæk­is­ins um að af­henda lög­manni fyr­ir­tæk­is­ins gögn frá Verðlags­stofu skipta­verðs, sem Kast­ljós lagði til grund­vall­ar um­fjöll­un­ar árið 2012, um meinta sölu Sam­herja á karfa til dótt­ur­fé­lags er­lend­is á und­ir­verði.

„Ég get ekki séð af hverju út­varps­stjóri á að vera ámóti því. Þetta snert­ir alla þjóðina, eins og þeir segja, að fá að vita á hverju þeir byggja þessa þætti sína. Þannig að ég trúi ekki öðru en að út­varps­stjóri bregðist hratt og vel við því að veita þessi gögn,“ seg­ir Þor­steinn Már.

„Guðmund­ur Ragn­ars­son [fyrr­ver­andi formaður Fé­lags vél­stjóra og málm­tækni­manna] er bú­inn að upp­lýsa um það að hann hafi þessi gögn og ég sé ekki af hverju við get­um ekki fengið þau, eða Morg­un­blaðið eða aðrir, þegar Guðmund­ur Ragn­ars­son seg­ist hafa þau,“ bæt­ir hann við.

Guðmund­ur sat í Úrsk­urðar­nefnd sjó­manna og út­vegs­manna og hef­ur sagst hafa fengið um­rædd gögn í hend­ur þegar hann sat í nefnd­inni.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina