Bráðnun Grænlandsjökuls óafturkræf

00:00
00:00

Bráðnun Græn­lands­jök­uls er orðin það mik­il að snjó­koma get­ur ekki leng­ur vegið á móti bráðnun í jökl­in­um, jafn­vel þótt hlýn­un jarðar stöðvaði í dag. Þetta kem­ur fram í fræðigrein sem birt var í tíma­rit­inu Comm­unicati­ons Earth and En­vironment.

Lofts­lags­breyt­ing­ar hafa haft hörmu­leg áhrif á jökla heims­ins, en bráðnun þeirra ógn­ar millj­ón­um manna um heim all­an. Á ní­unda og tí­unda ára­tugn­um sam­svaraði bráðnun jökla um 450 millj­örðum tonna af ís á hverju ári, en snjó­koma vó þá á móti bráðnun­inni.

En með hröðun bráðnun­ar – í dag sam­svar­ar bráðnun jökla um 500 millj­örðum tonna á ári – hef­ur snjó­kom­unni ekki tek­ist að halda í við þró­un­ina. Í grein­inni kem­ur fram að bráðnun Græn­lands­jök­uls sé stærsta ein­staka or­sök hækk­un­ar sjáv­ar­máls­ins.

Samvæmt fræðigreininni getur sjókoma ekki lengur vegið á móti bráðnun …
Sam­væmt fræðigrein­inni get­ur sjó­koma ekki leng­ur vegið á móti bráðnun Græn­lands­jök­uls. AFP

Þótt vís­inda­menn séu sam­mála að bráðnun Græn­lands­jök­uls sé áhyggju­efni, eru ekki all­ir sam­mála um hvort hún sé óaft­ur­kall­an­leg.

„Við vit­um ekki hversu mikið sam­söfn­un gróður­húsaloft­teg­unda mun aukast,“ seg­ir Ruth Mottram, lofts­lags­fræðing­ur hjá Veður­stofu Dan­merk­ur, í sam­tali við AFP. Niður­stöður grein­ar­inn­ar sýni fram á að jafn­vel þótt hlýn­un stöðvaðist í dag – sem og los­un gróður­húsaloft­teg­unda – myndi jök­ull­inn halda áfram að bráðna, en aðeins þangað til að jök­ull­inn nái jafn­vægi við lofts­lagið á ný.

Í ann­arri rann­sókn frá Há­skól­an­um í Lincoln í Bretlandi seg­ir að bráðnun í Græn­lands­jökli muni or­saka um 10 - 12 sentí­metra hækk­un sjáv­ar­máls fyr­ir árið 2100. Milli­ríkja­nefnd um lofts­lags­breyt­ing­ar á veg­um Sam­einuðu þjóðanna spá­ir að sjáv­ar­mál muni hækka um 60 sentí­metra fyr­ir næstu alda­mót.

AFP
mbl.is