Eykur strax líkur á fjöldagjaldþrotum í haust

Bjarnheiður Hallsdóttir.
Bjarnheiður Hallsdóttir. mbl.is/RAX

Bjarn­heiður Halls­dótt­ir, formaður Sam­taka ferðaþjón­ust­unn­ar, seg­ir að hags­munaaðilar í ferðaþjón­ustu hafi ekki haft vitn­eskju um að til stæði að herða aðgerðir á landa­mær­um, eins og kynnt var á föstu­dag­inn.

Þegar það var gert „fékk at­vinnu­grein­in áfall eins og hún lagði sig,“ seg­ir Bjarn­heiður í um­fjöll­un um mál þetta í Morg­un­blaðinu í dag.

„Okk­ar skoðun er að þetta jafn­gildi lok­un á land­inu, að skrúfa fyr­ir kom­ur er­lendra ferðamanna hingað. Venju­leg­ir ferðamenn geta ekki unað við að sitja í sótt­kví í 4-6 daga, þegar þeir dvelja flest­ir að meðaltali í sjö til átta næt­ur. Þess­ar frétt­ir setja í raun og veru það í upp­nám sem var hægt og ró­lega byrjað að byggj­ast upp aft­ur hér á landi,“ seg­ir Bjarn­heiður.

Mik­ill hluti at­vinnu­grein­ar­inn­ar er að vinna á upp­sagn­ar­fresti að sögn Bjarn­heiðar og von­ir voru bundn­ar við að hægt væri að ráða hluta þessa starfs­fólks aft­ur nú þar sem horf­ur voru að skána.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: