Heitasti dagurinn á jörðinni

Rafmagn fór af vegna hitabylgjunnar.
Rafmagn fór af vegna hitabylgjunnar. AFP

Aldrei áður hef­ur mælst jafn mik­ill hiti á jörðinni og í De­ath Valley-þjóðgarðinum í Kali­forn­íu í gær. Hita­stigið mæld­ist 54,4 gráður á Cel­síuskv­arða og er talið að um hæsta hita­stig á jörðinni sé að ræða síðan mæl­ing­ar hóf­ust en banda­ríska veður­stof­an vinn­ur að því að sann­reyna það.

Death Valley.
De­ath Valley. Chuck Abbe/​Wikipedia

Senni­lega eiga íbú­ar á Vest­ur­strönd Banda­ríkj­anna eft­ir að svitna hressi­lega í vik­unni því hita­bylgju er spáð þar og jafn­vel bú­ist við að fyrri hita­met falli. Vegna hita­bylgj­unn­ar hef­ur raf­magn slegið út í Kali­forn­íu og var raf­magns­laust víða alla helg­ina eft­ir bil­un í orku­veri í rík­inu. 

AFP

Hita­mæl­ing­in er frá Furnace Creek í De­ath Valley en fyrra hita­met var einnig slegið þar árið 2013. Þá mæld­ist hita­stigið 54 gráður. Að vísu eru til heim­ild­ir fyr­ir því að fyr­ir öld síðan hafi mælst 56,6 stiga hiti á þess­um slóðum. Aft­ur á móti er ekki talið að um rétta mæl­ingu sé að ræða að því er seg­ir í frétt BBC.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina