Umræðan færist inn í þingið

Neyðarástandi er lokið vegna veirunnar hér á landi. Forsætisráðherra var …
Neyðarástandi er lokið vegna veirunnar hér á landi. Forsætisráðherra var frummælandi á fundi á föstudaginn, þar sem þríeykið var á hliðarlínunni mbl.is/Eggert Jóhannesson

Katrín Jak­obs­dótt­ir for­sæt­is­ráðherra sér fram á að fram fari póli­tísk umræða á Alþingi um þær bráðabirgðaráðstaf­an­ir sem heil­brigðisráðherra hef­ur kveðið á um und­an­farið vegna kór­ónu­veirunn­ar. Hún seg­ir þó ljóst að rík­ar laga­heim­ild­ir séu fyr­ir aðgerðunum hingað til.

Sig­ríður Á. And­er­sen, þingmaður Sjálf­stæðis­flokks­ins og fyrr­ver­andi dóms­málaráðherra, gagn­rýndi ákv­arðanir rík­is­stjórn­ar­inn­ar á laug­ar­dag­inn og sagði að það kæmi á óvart að eft­ir hálfs árs far­ald­ur hafi sótt­varnaaðgerðir ekki enn komið á borð lög­gjaf­ans.

Birg­ir Ármanns­son, þing­flokks­formaður Sjálf­stæðis­flokks­ins, skrif­ar í grein í Morg­un­blaðinu í dag að ráðherra hafi laga­heim­ild til þess að grípa til slíkra aðgerða á þessu sviði en að í ákveðnum til­vik­um geti verið álita­mál um hvort nægi­lega skýra heim­ild sé að ræða. Hugs­an­legt sé að opin og al­mennt orðuð laga­heim­ild dugi ekki þegar um er að ræða „til­tekn­ar íþyngj­andi ákv­arðanir“. Þá kunni að reyna á aðkomu lög­gjaf­ans, að því er fram kem­ur í um­fjöll­un um mál þessi í Morg­un­blaðinu í dag.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina