Byrjaði brösuglega en endaði í hörkuveiði

Jón Atli Gunnarsson, skipstjóri á Kap, segir að áhöfninni hafi …
Jón Atli Gunnarsson, skipstjóri á Kap, segir að áhöfninni hafi tekist að finna gjöfulan makrílblett í Smugunni. Kap kom til hafnar með 930 tonn í morgun. Ljósmynd/Vinnslustöðin

Hlé hef­ur verið á mak­ríl­vinnslu Vinnslu­stöðvar­inn­ar í Vest­manna­eyj­um frá því á fimmtu­dag­inn var, en nú hefst vinnsla á ný í kjöl­far þess að Kap kom til hafn­ar í Vest­manna­eyj­um með 930 tonn í morg­un, að því er fram kem­ur á vef Vinnslu­stöðvar­inn­ar. Þar seg­ir jafn­framt að Ísleif­ur VE sé á land­leið með 1.100 tonn.

„Held­ur brös­ug­lega gekk hjá okk­ur fyrstu tvo sól­ar­hring­ana. Við leituðum að mak­ríl í Síld­ars­mugunni, út und­ir mörk­um norskr­ar lög­sögu en fund­um lítið. Svo röðuðu skip­in sér upp og leituðu skipu­lega norður eft­ir, fundu fisk og köstuðu. Marg­ir fengu 400 tonn og allt að 600 tonn­um. Hörku­veiði sem sagt á þeim bletti. Þetta er mjög fínn fisk­ur með litla átu,“ er haft eft­ir Jóni Atla Gunn­ars­syni, skip­stjóra á Kap VE.

Mik­ill elt­inga­leik­ur

„Ísleifs­menn eru 16-18 tím­um á eft­ir okk­ur. Þeir komu beint í veiðina á svæðið þar sem við vor­um fyr­ir og fengu mjög góðan afla þar og á öðrum bletti,“ seg­ir Jón Atli og út­skýr­ir að mak­ríl­veiðin geti verið tals­verður leit og elt­inga­leik­ur þar sem all­ur flot­inn kem­ur til veiða á þeim mak­ríl­blett­um sem finn­ast.

„Núna vor­um við það ná­lægt lög­sögu­mörk­um Nor­egs að mak­ríll­inn gat farið inn í norska lög­sögu í skjól og komið svo aft­ur út í Smuguna á öðrum stöðum. Síld­ars­mug­an er mjög stór og ekki auðvelt að finna blett­ina þar sem fisk­ur­inn held­ur sig á hverj­um tíma. Á land­leiðinni núna sáum við til að mynda vaðandi mak­ríl í Smugunni miðri, hátt í 100 míl­ur frá þeim stað þar sem við vor­um við veiðar.“

mbl.is