Gríðarlegt tap norska olíusjóðsins

Seðlabanki Noregs/Norges Bank.
Seðlabanki Noregs/Norges Bank.

Norski ol­íu­sjóður­inn, sem er stærsti fjár­fest­ing­ar­sjóður heims sem er í rík­is­eigu, tapaði 188 millj­örðum norskra króna á fyrstu sex mánuðum árs­ins. Það svar­ar til 2.887 millj­arða ís­lenskra króna. Þetta kem­ur fram í til­kynn­ingu frá Seðlabanka Nor­egs.

Ástæðan fyr­ir tap­inu er lækk­un á hluta­bréfa­verði í kjöl­far kór­ónu­veirukrepp­unn­ar en 69,6% af fjár­fest­ing­um sjóðsins er í hluta­bréf­um. 

Í lok júní var sjóður­inn met­inn á 10,4 bill­jón­ir norskra króna (millj­ón millj­ón­ir) sem er aukn­ing frá fyrsta árs­fjórðungi er markaðsvirðið var 9,98 bill­jón­ir norskra króna. 

Nicolai Tangen, millj­arðamær­ing­ur sem stofnaði AKO Capital-vog­un­ar­sjóðinn í London, á að taka við sem sjóðsstjóri af Yng­ve Slyngstad sem er að fara á eft­ir­laun 1. sept­em­ber. Valið hef­ur verið gagn­rýnt vegna stöðu Tangens og mögu­legra hags­muna­tengsla sem og að hann hafi nýtt sér skatta­skjól fyr­ir eig­in fjár­fest­ing­ar. 

mbl.is