Kjaraviðræður skipverja Herjólfs sigldar í strand

Deiluaðilar hafa óskað eftir því að ríkissáttasemjari leiði viðræður.
Deiluaðilar hafa óskað eftir því að ríkissáttasemjari leiði viðræður. Mynd/mbl.is

Hvorki geng­ur né rek­ur í viðræðum samn­inga­nefnda Sjó­manna­fé­lags Íslands og Herjólfs ohf. í kjara­deilu skip­verja Herjólfs. Sátta­fundi, sem hófst klukk­an tíu í morg­un, lauk nú rétt fyr­ir há­degi í dag og niðurstaðan var sú að óska eft­ir því að rík­is­sátta­semj­ari taki að sér að leiða viðræðurn­ar.

Þetta staðfest­ir Jón­as Garðars­son, formaður samn­inga­nefnd­ar Sjó­manna­fé­lags Íslands, í sam­tali við mbl.is.

Kjara­deil­an hef­ur nú staðið yfir í þó nokk­urn tíma, með hlé­um þó, og var henni vísað til rík­is­sátta­semj­ara í fe­brú­ar síðastliðnum þó að lítið hafi verið um fundi á þeim vett­vangi að sögn Jónas­ar. Nú er hins veg­ar ljóst að aðkomu sátta­semj­ara er þörf.

Náðu ekki sam­an á grund­velli viðræðuáætlun­ar

Sjó­manna­fé­lag Íslands boðaði þrjár vinnu­stöðvan­ir í júlí en áður en sú þriðja hófst ákvað fé­lagið að hverfa frá henni og deiluaðilar samþykktu viðræðuáætlun. 

„Menn eru bún­ir að funda í tvígang um hana og niðurstaðan er sú að menn ná ekki sam­an á þeim grund­velli þannig að rík­is­sátta­semj­ari þarf að koma að mál­um og leiða menn í gegn­um þetta,“ seg­ir Guðbjart­ur Ell­ert Jóns­son, fram­kvæmda­stjóri Herjólfs ohf., í sam­tali við mbl.is.

Frétt­in hef­ur verið upp­færð.

mbl.is