Allt bendir til þess að morgundagurinn (miðvikudagur) verði síðasti dagur strandveiðitímabilsins, að því er fram kemur í tilkynningu á vef Fiskistofu. Þar segir að væntanleg er tilkynning þess efnis í Stjórnartíðindum.
„Von er á auglýsingu í Stjórnartíðindum þar sem tilkynnt verður að frá og með fimmtudeginum 20. ágúst nk. verði strandveiðar bannaðar,“ segir á vef stofnunarinnar.