Góður gangur í hrefnuveiðum Norðmanna

Norðmenn hafa veitt 462 hrefnur á yfirstandandi vertíð sem hófst …
Norðmenn hafa veitt 462 hrefnur á yfirstandandi vertíð sem hófst 1. apríl. mbl.is/Jim Smart

Hrefnu­veiðar við Nor­eg hafa gengið bet­ur í ár held­ur en fjög­ur síðustu sum­ur. Nú er búið að veiða 462 hrefn­ur af 1.272 dýra kvóta. Í fyrra veidd­ust 429 dýr og var vertíðin sú lé­leg­asta í 20 ár. Byrja mátti veiðarn­ar 1. apríl og stunduðu tólf bát­ar hrefnu­veiðar í sum­ar. Enn eru tveir bát­ar að veiðum, en vertíðinni er um það bil að ljúka.

Fram kem­ur á vefsíðu norska Rík­is­út­varps­ins, NRK Nor­d­land, að verð fyr­ir hrefnu­kjöt hafi aðeins hækkað frá síðasta ári og eft­ir­spurn auk­ist. Áhersla hafi verið lögð á markaðssetn­ingu og gæði vör­unn­ar og það hafi skilað sér.

Í frétt­inni kem­ur fram að Norðmenn hafi verið á far­alds­fæti inn­an­lands í sum­ar og marg­ir lagt leið sína norður á bóg­inn. Marg­ir sem hafi heim­sótt veit­inga­hús í Norður-Nor­egi hafi bragðað hval­kjöt í fyrsta skipti.

Hval­veiðar eru ekki stundaðar við Ísland í ár, hvorki veiðar á stór­hvel­um né hrefnu.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: