Samdrátturinn 59%

AFP

Virðis­auka­skatt­skyld velta ferðaþjón­ustu dróst sam­an um 59% í mars-apríl miðað við sama tíma­bili árið 2019 og nam rúm­lega 34 millj­örðum króna sam­an­borið við 84 millj­arða króna á síðasta ári. Þetta kem­ur fram á vef Hag­stofu Íslands.

Í mars voru rúm­lega 23 þúsund starf­andi í ein­kenn­andi grein­um ferðaþjón­ustu eða um 12% færri en sama mánuð árið áður. Flest­ir voru starf­andi við rekst­ur gisti­staða og veit­inga, eða tæp­lega 14 þúsund, sem er 14% lækk­un borið sam­an við sama mánuð árið áður. Á tíma­bil­inu apríl 2019 til mars 2020 fækkaði starf­andi í ein­kenn­andi grein­um ferðaþjón­ustu um 6% sam­an­borið við síðustu 12 mánuði þar áður.

Sam­kvæmt til­rauna­töl­fræði gistinátta er áætlað að gist­inæt­ur á hót­el­um í júlí hafi dreg­ist sam­an um 47% og fækkað úr tæp­lega 508 þúsund í 269 þúsund sam­an­borið við júlí í fyrra.

Í júni fækkaði skráðum gistinótt­um um 72%, úr tæp­lega 943 þúsund í rúm­lega 263 þúsund, sam­an­borið við júní í fyrra. Gistinótt­um á hót­el­um og gisti­heim­il­um fækkaði úr 574 þúsund í 128 þúsund á sama tíma­bili, eða um 78%, á meðan aðrar skráðar gist­inæt­ur lækkuðu úr 368 þúsund í 136 þúsund eða um 63%. Nýt­ing hót­el­her­bergja lækkaði um 51 pró­sentu­stig, úr 72% niður í 21% á sama tíma­bili. Fram­boð hót­el­her­bergja lækkaði einnig um 24% og fór úr 11 þúsund her­bergj­um niður í rúm­lega 8 þúsund her­bergi á sama tíma­bili.

Sam­kvæmt taln­ingu ISA­VIA fóru 59 þúsund farþegar af landi brott í gegn­um Leifs­stöð í júlí, sem er 80% fækk­un sam­an­borið við júlí í fyrra, á meðan 69 þúsund farþegar komu til lands­ins sem er 77% lækk­un borið sam­an við sama mánuð í fyrra. Skiptif­arþegum fækkaði á sama tíma úr tæp­lega 242 þúsund í rúm­lega 3 þúsund eða um tæp 99%.

Í þess­ari út­gáfu skamm­tíma­hag­vísa ferðaþjón­ustu eru birt­ar upp­færðar töl­ur um gist­inæt­ur, virðis­auka­skatt­skylda veltu og fjölda starf­andi í ein­kenn­andi grein­um ferðaþjón­ustu. Auk þess eru birt­ar upp­færðar töl­ur um bíla­leigu­bíla frá Sam­göngu­stofu, um­ferðartöl­ur frá Vega­gerðinni og taln­ingu farþega til lands­ins sam­kvæmt taln­ingu Ferðamála­stofu auk talna um farþega­hreyf­ing­ar frá ISA­VIA.

mbl.is