Áhrif faraldurs muni birtast í nýburum

AFP

„Það er óhætt að segja að þessi krísa hef­ur verið streitu­vald­andi fyr­ir fjöl­skyld­ur. Þess vegna er lík­legt að við sjá­um áhrif á fæðing­ar,“ seg­ir Arna Olafs­son, lektor í fjár­mála­hag­fræði við Viðskipta­há­skóla Kaup­manna­hafn­ar.

Rann­sókn Örnu frá ár­inu 2016, um heim­il­is­líf og fjár­hag fólks í kjöl­far hruns­ins, bend­ir til þess að börn, sem voru í móðurkviði þegar fjár­mála­hrunið skall á árið 2008, reynd­ust lík­legri til að fæðast und­ir meðalþyngd. Slíkt hef­ur í för með sér skert lífs­gæði; svo sem minni lík­ur á lang­lífi, lægri tekj­ur og and­leg veik­indi. „Það er al­veg lík­legt að við sjá­um slíkt aft­ur núna,“ seg­ir hún.

Arna seg­ir að þegar rætt er um sótt­varnaaðgerðir gleym­ist oft að verja hópa á borð við börn í móðurkviði.

„Börn­um sem verða fyr­ir þess­um áhrif­um í móðurkviði farn­ast al­mennt verr í líf­inu,“ seg­ir hún. Gild ástæða sé fyr­ir því að mæðrum sé ráðlagt að forðast streitu á meðgöngu. Heilsu­fars­leg­ar af­leiðing­ar þessa hafa í för með sér kostnað fyr­ir sam­fé­lagið:

„Það er auðvelt að líta fram hjá kostnaði sem er virki­lega til staðar en er erfitt að meta,“ seg­ir hún í um­fjöll­un um mál þetta í Morg­un­blaðinu í dag.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: