Greta Thunberg fundaði með Merkel

Greta Thunberg ásamt öðrum ungum baráttukonum fyrir aðgerðum gegn loftslagsvánni …
Greta Thunberg ásamt öðrum ungum baráttukonum fyrir aðgerðum gegn loftslagsvánni að fundi loknum. AFP

Sænski lofts­lagsaðgerðasinn­inn Greta Thun­berg hvatti Ang­elu Merkel, kansl­ara Þýska­lands, til að vera hug­rökk í bar­átt­unni gegn lofts­lags­vánni. Thun­berg fundaði með Merkel í Berlín í morg­un er tvö ár voru liðin, upp á dag, frá því hún skrópaði í skóla í fyrsta sinn til að berj­ast fyr­ir aðgerðum í lofts­lags­mál­um. Þau mót­mæli áttu síðar eft­ir að vinda upp á sig og verða að viku­leg­um föstu­dags­mót­mæl­um á Mynt­t­org­inu í Gamla stan í Stokk­hólmi, og síðar um heim all­an.

Fund­ur þeirra Merkel í morg­un stóð í 90 mín­út­ur en með í för voru skoðana­syst­ur Thun­berg, þær An­una de Wever og Adelai­de Charlier frá Belg­íu og Luisa Neu­bau­er frá Þýskalandi, sem all­ar báru grímu er þær gengu frá aðallest­ar­stöðinni í Berlín að þýska stjórn­ar­ráðinu.

Bar­áttu­kon­urn­ar hvöttu Merkel til að tak­ast á við kol­efn­isút­blást­ur með sömu festu og snar­ræði og gert hef­ur verið í bar­átt­unni við kór­ónu­veirufar­ald­ur­inn. „Við vilj­um að leiðtog­ar séu nógu hug­rakk­ir til að hugsa til langs tíma,“ sagði Thun­berg við blaðamenn sem biðu henn­ar að fundi lokn­um. „Við vilj­um að leiðtog­ar rísi upp, taki ábyrgð og líti á lofts­lags­vána sem al­vöru vá.“

Þjóðverj­ar fara út þetta ár með for­sæti í ráðherr­aráði Evr­ópu­sam­bands­ins, og sagði Thun­berg að af þeim sök­um bæri Merkel „risa­vaxna ábyrgð“ en hefði jafn­framt „gríðarleg tæki­færi“ til að hjálpa Evr­ópu­sam­band­inu að standa við skuld­bind­ing­ar Par­ís­ar­sam­komu­lags­ins. Merkel sagði eft­ir fund­inn að all­ar hefðu þær sam­mælst um að lofts­lags­breyt­ing­ar væru alþjóðleg áskor­un sem iðnvædd ríki bæru sér­staka ábyrgð á að tak­ast á við. 

Áætlan­ir Evr­ópu­sam­bands­ins gera ráð fyr­ir að ríki þess verði kol­efn­is­hlut­laus árið 2050, eða eft­ir 30 ár. 

mbl.is