Fiskmarkaðurinn í Grimsby á Englandi tók að starfa á ný í júní eftir að hafa verið lokað í lok mars vegna lítillar eftirspurnar og sóttvarnaráðstafana stjórnvalda.
Þangað kemur nú reglulega fiskur frá Íslandi, en verð hefur verið mjög lágt undnafarna daga og mun þróunin næstu vikur og mánuði meðal annars ráðast af sóttvarnaaðgerðum breskra stjórnvalda.
Veitingageirinn í Þýskalandi er enn í erfiðri stöðu, en aldrei hefur sala sjávarafurða í smásölu verið meiri þar í landi. Þjóðverjar keyptu 236 þúsund tonn af sjávarfangi á fyrstu sex mánuðum ársins fyrir 2,4 milljarða evra, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þessi í Morgunblaðinu í dag.