RÚV ekki með gögnin um Samherja

Í svari sínu til lögmanns Samherja segir Stefán Eiríksson, útvarpsstjóri, …
Í svari sínu til lögmanns Samherja segir Stefán Eiríksson, útvarpsstjóri, RÚV ekki hafa í vörlum sínum gögnin sem Kastljós árið 2012 byggði umfjöllun sína á um meint brot Samherja á þágildandi gjaldeyrislögum. mbl.is/Sigurður Bogi

Rík­is­út­varpið býr ekki yfir skjal­inu sem Kast­ljós byggði um­fjöll­un sína á 27. mars 2012 um Sam­herja og meinta sölu afurða á und­ir­verði til dótt­ur­fé­lags er­lend­is. Þetta kem­ur fram í svari Stef­áns Ei­ríks­son­ar út­varps­stjóra við beiðni Sam­herja um að fá um­rætt skjal af­hent, að því er fram kem­ur í færslu á vef fyr­ir­tæk­is­ins.

„RÚV hef­ur ekki um­rætt skjal í fór­um sín­um leng­ur. Það var notað við vinnslu Kast­ljóssþátt­ar árið 2012 og af­hent Seðlabank­an­um að hans ósk í fe­brú­ar það ár,“ seg­ir í svari Stef­áns. Þá hvet­ur hann Sam­herja frek­ar til þess að beina fyr­ir­spurn­inni að Verðlags­stofu skipta­verðs eða Seðlabanka Íslands.

Í færsl­unni er full­yrt að svar út­varps­stjór­ans bendi til þess að þegar Stefán og Rakel Þor­bergs­dótt­ir frétta­stjóri RÚV í síðustu viku í yf­ir­lýs­ingu mót­mæltu ásök­un­um Sam­herja, um að Helgi Selj­an fréttamaður hafi átt við gögn um meinta sölu og að ekki væri til skýrsla sem studdi ásak­an­ir í garð Sam­herja, höfðu þau ekki séð um­rædd gögn.

„Svar út­varps­stjóra við er­indi lög­manns Sam­herja bend­ir til þess að út­varps­stjóri og frétta­stjóri hafi í reynd ekki vitað hvort Rík­is­út­varpið hefði skýrsl­una und­ir hönd­um, eða hvers eðlis skýrsl­an væri, áður en yf­ir­lýs­ing­in var birt. Eru því sterk­ar vís­bend­ing­ar um full­yrðing­ar í yf­ir­lýs­ing­unni hafi verið sett­ar fram án vitn­eskju um hvort þær væru sann­ar,“ seg­ir í færsl­unni.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina