Íshellan á Grænlandi bráðnar sífellt hraðar

Ís brotnar úr jöklinum Apusiajik skammt frá Kulusuk.
Ís brotnar úr jöklinum Apusiajik skammt frá Kulusuk. AFP

Íshell­an á Græn­landi hef­ur bráðnað svo mikið að ekki er hægt að snúa þró­un­inni við. Snjó­koma get­ur ekki leng­ur bætt upp fyr­ir bráðnun­ina, jafn­vel þótt hlýn­un jarðar hætti í dag.

Þetta kem­ur fram í rann­sókn vís­inda­manna við Ohio State-há­skól­ann sem var birt 13. ág­úst. Íshell­an minnkaði um 532 millj­arða tonna á síðasta ári, sem er meira en nokkru sinni fyrr. 

Hlýn­un jarðar hef­ur afar skaðleg áhrif á jökla heims­ins og staf­ar millj­ón­um manna um all­an heim hætta af bráðnun jökla. Íshell­an á Græn­landi bráðnar tvisvar sinn­um hraðar en jökl­ar ann­ars staðar í heim­in­um.

Átta­tíu og fimm pró­sent yf­ir­borðsins á Græn­landi, sem er tvær millj­ón­ir fer­kíló­metra að stærð, er þakið ís.

„Íshell­an á Græn­land er að tapa massa með aukn­um hraða á 21. öld­inni og er þetta stærsti ein­staki  þátt­ur­inn sem veld­ur hækk­un yf­ir­borðs sjáv­ar,“ seg­ir í rann­sókn­inni.

Ís á floti skammt frá Kulusuk.
Ís á floti skammt frá Kul­usuk. AFP
mbl.is