Skógareldarnir ná yfir 400 þúsund hektara

00:00
00:00

Svæðið sem skógar­eld­arn­ir hafa geisað í Kali­forn­íu er næst­um 400 þúsund hekt­ar­ar að stærð, sem jafn­gild­ir um millj­ón ekra.

Þetta sagði upp­lýs­inga­full­trúi Cal­Fire, stofn­un­ar sem tekst á við skógar­elda í rík­inu.

13.700 slökkviliðsmenn að störf­um 

Slökkviliðsmenn hafa bar­ist við skógar­eld­ana í dag en mikið hef­ur verið um eld­ing­ar á svæðinu. Sam­an­lagt eru slökkviliðsmenn­irn­ir 13.700 sem berj­ast við í kring­um tutt­ugu mis­mun­andi elda. Þar af hafa um 2.600 slökkviliðsmenn tek­ist á við tvo stærstu skógar­eld­ana sem eru kallaðir SCU Lig­hten­ing Comp­l­ex og LNU Lig­hten­ing Comp­l­ex. Þeir hafa farið yfir tæp­lega 680 þúsund ekr­ur og eyðilagt yfir 850 bygg­ing­ar. Þeir eru næst­stærstu og þriðju stærstu skógar­eld­arn­ir í sögu Kali­forn­íu.

„Ef þú trú­ir ekki á lofslags­breyt­ing­ar, komdu þá til Kali­forn­íu,“ tísti rík­is­stjór­inn Gavin New­som í dag og lét fylgja með ljós­mynd af eyðilegg­ing­unni.

„Þetta er frá því í dag,“ tísti hann, „ og þetta er bara lít­ill hluti af þeim næst­um 600 eld­um sem við höf­um glímt við í þess­ari viku.“

Banda­ríska veður­stof­an spá­ir því að eld­inga­veður gæti valdið enn fleiri skógar­eld­um.

Tug­ir þúsunda hafa þurft að yf­ir­gefa heim­ili sín. Fimm eru sagðir hafa lát­ist af völd­um skógar­eld­anna en fjög­ur lík fund­ust á fimmtu­dag, þar á meðal þrjú í húsi sem brann í Napa-sýslu.

Don­ald Trump Banda­ríkja­for­seti hef­ur lýst skógar­eld­un­um sem mikl­um ham­förum og hef­ur hann veitt aukið fjár­magn í bar­átt­una gegn þeim, að því er BBC greindi frá. 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina