7.000 tonn af makríl að landi

Hoffell SU hefur komið með 7.000 tonn af makríl að …
Hoffell SU hefur komið með 7.000 tonn af makríl að landi. Langt er að sækja hann en veiðin er góð á miðunum. mbl.is/Albert Kemp

Hof­fell kom til hafn­ar á Fá­skrúðsfirði í gær­kvöldi með 1.000 tonn af mak­ríl og hófst lönd­un snemma í morg­un. Mak­ríl­veiðar skips­ins hafa gengið vel að und­an­förn­um og hef­ur það með afl­an­um borið um 7.000 tonn af teg­und­inni að landi, að því er fram kem­ur á vef Loðnu­vinnsl­unn­ar.

Þar er haft eft­ir Sig­urði Bjarna­syni, skip­stjóra á Hof­felli, að það hafi þurft að sækja mak­ríl­inn langt þar sem hann geng­ur aust­ar nú en áður. „Hann kem­ur úr norsku lög­sög­unni og við vor­um að ná hon­um al­veg við lín­una.“ En þegar á miðin var komið gekk vel að ná afl­an­um og náðust 1.000 tonn­in á 38 klukku­stund­um, að sögn skip­stjór­ans.

Fram kem­ur að veðrið hafi verið með ágæt­um á þess­um túr. En kalda­skít­ur kom þegar áhöfn­in var að draga inn síðasta holið. Hof­fell held­ur til veiða á ný á miðviku­dag.

mbl.is