Vonir bundnar við loðnumælingar í haust

Rannsóknaskipið Árni Friðriksson mun halda í loðnuleiðangur 15. september.
Rannsóknaskipið Árni Friðriksson mun halda í loðnuleiðangur 15. september. mbl.is/Þorgeir

Fram und­an er hefðbund­inn haust­leiðang­ur til mæl­inga á stærð loðnu­stofns­ins. Eft­ir tvö ár án loðnu­vertíðar eru von­ir bundn­ar við að nægi­legt magn finn­ist til að staðfesta eða auka þann upp­hafskvóta sem Alþjóðahaf­rann­sókn­aráðið, ICES, gaf út með bráðabirgðaráðgjöf á síðasta ári fyr­ir vertíðina í árs­byrj­un 2021.

Berg­máls­mæl­ing­ar á loðnu í haust verða gerðar í sam­vinnu Haf­rann­sókna­stofn­un­ar og græn­lenskr­ar syst­ur­stofn­un­ar eins og síðustu ár. Græn­lend­ing­ar hafa leigt norska skipið Eros í verk­efnið eins og í fyrra. Leiðang­ur skips­ins hefst 7. sept­em­ber og verður fólk frá Haf­rann­sókna­stofn­un um borð. Rann­sókna­skipið Árni Friðriks­son held­ur síðan af stað 15. sept­em­ber.

Verka­skipt­ing­in er þannig að Eros mæl­ir á suður­svæðinu norður með land­grunni Aust­ur-Græn­lands í átt að Vest­fjarðamiðum, en Árni tek­ur norður­hluta Vest­fjarðamiða, norður með Græn­landi og allt aust­ur að Jan Mayen. Reiknað er með að mæl­ing­um skip­anna ljúki um 5. októ­ber. Síðustu ár hef­ur út­breiðsla loðnunn­ar að hausti verið vest­læg­ari en áður og að mest­um hluta í græn­lenskri lög­sögu.

Loðnuveiðar hafa ekki farið fram síðastliðinn tvö ár.
Loðnu­veiðar hafa ekki farið fram síðastliðinn tvö ár. mbl.is/​Golli

Fannst á litlu svæði

Í fyrra­haust fannst megnið af ung­loðnu, sem mynd­ar veiðistofn­inn í vet­ur, á til­tölu­lega litlu svæði vest­ast og sunn­an til á rann­sókna­svæðinu. Þá mæld­ust 83 millj­arðar ein­stak­linga eða 608 þúsund tonn af ókynþroska loðnu, en sam­kvæmt afla­reglu frá 2015 þarf yfir 50 millj­arða til að mælt sé með upp­hafsafla­marki. Í kjöl­farið voru gögn frá Hafró lögð fyr­ir ICES, sem í lok nóv­em­ber gaf út upp­hafsafla­mark upp á tæp 170 þúsund tonn og hafði þá verið tekið til­lit til varúðarnálg­un­ar.

Að lokn­um leiðangr­in­um í fyrra­haust kom fram í Morg­un­blaðinu að bjart­sýni ríkti um loðnu­vertíð fyrstu mánuði árs­ins 2021. Jafn­framt að mikið ætti eft­ir að ger­ast í lífi loðnunn­ar, sem er skamm­líf­ur fisk­ur, frá lok­um mæl­inga fram að vertíð 14 mánuðum síðar.

Smá­bát­ar við rann­sókn­ir

Meg­in­hrygn­ing loðnunn­ar er við sunn­an- og vest­an­vert landið í mars og apríl. Síðustu ár hef­ur hrygn­ing auk­ist við landið norðan­vert og staðið allt fram í júlí. Ekki ligg­ur fyr­ir hversu stór hluti stofns­ins hef­ur hrygnt fyr­ir norðan.

Guðmund­ur J. Óskars­son, sviðsstjóri upp­sjáv­ar­líf­rík­is hjá Haf­rann­sókna­stofn­un, seg­ir að í vor hafi verið gerð til­raun til að berg­máls­mæla og taka sýni af loðnu á hand­færa­báti í Þistil­f­irði og víðar við Norðaust­ur­land til að reyna að fylgj­ast með hrygn­ingu á þeim slóðum.

Þetta verk­efni hafi verið tak­markað, en eigi að síður hafi það lofað góðu þannig að það verði út­fært frek­ar næsta sum­ar og þá verði fleiri smá­bát­ar nýtt­ir í þess­ar rann­sókn­ir við Norður­land. Styrk­ur hefði feng­ist í verk­efnið frá sjáv­ar­út­vegs­ráðuneyt­inu.

Fær­eyjaloðnan rann­sökuð

Í vor varð vart við loðnu á nokkr­um stöðum við Fær­eyj­ar, en slíkt mun ekki hafa gerst áður. Ekki er talið að mikið magn hafi verið á ferðinni, en það ligg­ur þó ekki fyr­ir. Lík­leg­ast er talið að um loðnu úr norðlægri hrygn­ingu við Ísland hafi verið að ræða.

Guðmund­ur seg­ir að vefja­sýni úr Fær­eyjaloðnunni hafi verið send til erfðarann­sókna í Nor­egi, en þar er í gangi verk­efni um aðgrein­ingu loðnu­stofna. Niður­stöður liggja ekki fyr­ir.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: