Hafa tekið 21.300 tonn af makríl

Vel hefur gengið að vinna þann makríl sem komið hefur …
Vel hefur gengið að vinna þann makríl sem komið hefur í fiskiðjuverið í Neskaupstað. En erfiðlega hefur gengið að tryggja samfellda vinnslu. Ljósmynd/Síldarvinnslan

Fiskiðju­ver Síld­ar­vinnsl­unn­ar í Nes­kaupstað hef­ur tekið við 21.300 tonn­um af mak­ríl á yf­ir­stand­andi vertíð og hef­ur hann ým­ist verið hausaður, flakaður eða heilfryst­ur, að því er fram kem­ur á vef fyr­ir­tæk­is­ins.

Jón Gunn­ar Sig­ur­jóns­son yf­ir­verk­stjóri seg­ir vinnsl­una hafa gengið vel, en að það hafi haft áhrif hversu langt upp­sjáv­ar­skip­in hafa þurft að fara til þess að sækja mak­ríl­inn. „Það veld­ur nokkr­um erfiðleik­um að mak­ríll­inn skuli ekki veiðast hér við bæj­ar­dyrn­ar. Skip­in þurfa að sækja hann í Smuguna og þangað er 30 tíma sigl­ing eða meira. Þá hef­ur veiðin þar verið dynt­ótt,“ seg­ir hann.

„Allt þetta hef­ur gert það að verk­um að það hef­ur verið erfitt að halda uppi sam­felldri vinnslu. Við kláruðum til dæm­is 1400 tonn úr Beiti í gær­kvöldi og síðan var þrifið í nótt. Við von­umst síðan til að fá hrá­efni á morg­un, en í nótt var ein­hver kaldi á miðunum þannig að það er óvíst.“

Í fiskiðju­ver­inu starfa um 100 manns á mak­ríl­vertíðinni. Unnið er á þrískipt­um 12 tíma vökt­um og á hverri vakt starfa 27 beint við fram­leiðsluna.

mbl.is