Makrílaflinn yfir 100 þúsund tonn

Makríll streymir úr trollpoka.
Makríll streymir úr trollpoka. mbl.is/Árni Sæberg

Búið er að landa rúm­lega 100 þúsund tonn­um af mak­ríl á vertíðinni, en alls hafa ís­lensk skip heim­ild til að veiða um 168 þúsund tonn í ár.

Reikna má með að mak­ríl­vertíðin standi fram yfir miðjan sept­em­ber, en þá taka við veiðar á norsk-ís­lenskri síld hjá upp­sjáv­ar­skip­un­um.

Fram kem­ur á heimasíðu Fiski­stofu að rúm­lega 41 þúsund tonn af mak­ríl hafa verið veidd í ís­lenskri lög­sögu, tæp­lega þúsund tonn veidd­ust sem meðafli á kol­munna­veiðum við Fær­eyj­ar og rúm­lega 58 þúsund tonn utan land­helgi, það er í Síld­ars­mugunni aust­ur af land­inu. Þar hafa rúm­lega 50 þúsund tonn af mak­ríl veiðst í ág­úst­mánuði eða um helm­ing­ur þess sem ís­lensk skip hafa veitt í ár.

Und­an­farið hef­ur mest veiðst ná­lægt norsku lög­sög­unni og fisk­ur­inn gjarn­an horfið inn fyr­ir mörk­in. Dagamun­ur hef­ur verið á afla­brögðum, mjög gott einn dag­inn, en svo lítið þann næsta, að því er fram kem­ur í Morg­un­blaðinu í dag.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: