Samherjaskjalið fundið og birt

Samherji birti í dag vinnuskjal Verðlagsstofu skiptasverðs sem lagt var …
Samherji birti í dag vinnuskjal Verðlagsstofu skiptasverðs sem lagt var til grundvallar umfjöllunar Kastljóss um karfasölu Samherja. Ljósmynd/Þórhallur Jónsson

Vinnu­skjal Verðlags­stofu skipta­verðs um karfaviðskipti Sam­herja er nú komið í leit­irn­ar, til­kynn­ir fyr­ir­tækið í færslu á vef sín­um. „Ekk­ert í skjal­inu styður þær ásak­an­ir sem sett­ar voru fram á hend­ur Sam­herja í Kast­ljósi,“ full­yrðir Sam­herji í færsl­unni.

Skjalið, sem var grund­völl­ur um­fjöll­un­ar Kast­ljóss árið 2012 um meint brot Sam­herja á þágild­andi gjald­eyr­is­lög­um, er birt í heild sinni í færsl­unni. Tek­ur fyr­ir­tækið fram að um sé að ræða „óund­ir­ritað og ódag­sett vinnu­skjal um karfa­út­flutn­ing án efn­is­legr­ar niður­stöðu“ og ekki skýrslu. Er með þessu vísað til orða Verðlags­stofu skipta­verðs um skjalið.

Skjalið fjall­ar um út­flutn­ing Sam­herja á karfa árin 2008 og 2009. Telja for­svars­menn fyr­ir­tæk­is­ins að skjalið veiti upp­lýs­ing­ar sem „ganga al­var­lega í ber­högg við um­fjöll­un og niður­stöðu þátt­ar­ins“. Þá eru þátta­gerðar­menn Rík­is­út­varps­ins sagðir hafa sleppt því að birta um­rædd­ar upp­lýs­ing­ar og er staðhæft að skjalið sýni að „aðeins lít­ill hluti um­rædds út­flutn­ings á karfa var veidd­ur af skip­um Sam­herja. Þá er ekk­ert fjallað um stærð eða gæði karf­ans í vinnu­skjal­inu“.

Bent er sér­stak­lega á að embætti sér­staks sak­sókn­ara hafi í tvígang fellt niður rann­sókn á karfa­út­flutn­ingi Sam­herja þar sem embættið „taldi að ásak­an­irn­ar ættu ekki við rök að styðjast,“ að sögn fyr­ir­tæk­is­ins.

Sam­herji seg­ir yf­ir­strik­an­ir í skjal­inu hafa verið unn­ar af Verðlags­stofu skipta­verðs.

Vistað utan hefðbund­ins skjala­kerf­is

Í beinu fram­haldi af birt­ingu vinnu­skjals­ins á vef Sam­herja hef­ur Verðlags­stofa skipta­verðs sent frá sér yf­ir­lýs­ingu þar sem sagt er fram því að við leit að gögn­um hafi fund­ist vinnsukjal sem unnið var af starfs­manni sem lét af störf­um 2010 en að það hafi verið vistað utan hefðbund­ins skjala­kerf­is.

Yf­ir­lýs­ing Verðlags­stofu skipta­verðs í heild:

Í yf­ir­lýs­ingu sem Verðlags­stofa skipta­verðs (VSS) sendi frá sér þann 12. ág­úst síðastliðinn var greint frá upp­lýs­ing­um sem VSS tók sam­an í janú­ar 2012 um karfa­út­flutn­ing ár­anna 2010 og 2011 og sendi úr­sk­urðanefnd sjó­manna og út­vegs­manna í byrj­un árs 2012.

Við áfram­hald­andi leit í gögn­um VSS að upp­lýs­ing­um sem varða út­flutn­ing á karfa á þess­um árum hef­ur komið í leit­irn­ar vinnu­skjal með grein­ingu á sölu á óunn­um karfa sem flutt­ur var til Þýska­lands á ár­un­um 2008 og 2009. Vinnu­skjalið sem ber yf­ir­skrift­ina: „Grein­ing á sölu á óunn­um karfa sem flutt­ur var til Þýska­lands á ár­un­um 2008 og 2009“ var tekið sam­an af þáver­andi starfs­manni VSS og sent úr­sk­urðar­nefnd í apríl 2010. Viðkom­andi starfsmaður lét af störf­um hjá Verðlags­stofu vorið 2010.

Um er að ræða þriggja blaðsíðna ódag­sett og óund­ir­ritað skjal með töfl­um og tölu­leg­um upp­lýs­ing­um um út­flutn­ing á óunn­um karfa til Þýska­lands árin 2008 og 2009, um meðal­verð og magn í beinni sölu og á markaði inn­an­lands þessi ár ásamt yf­ir­liti um út­gef­in meðalviðmiðun­ar­verð á karfa hjá VSS eft­ir mánuðum árin 2008 og 2009. Í lok skjals­ins  dreg­ur þáver­andi starfsmaður VSS álykt­un af þess­um gögn­um í nokkr­um lín­um.

Ástæða þess að ekki var getið um til­vist þessa skjals í fyrri yf­ir­lýs­ingu VSS frá 12. ág­úst er að það fannst ekki fyrr en ný­lega þar sem það var vistað utan hefðbund­ins skjala­kerf­is VSS af­lögðu gagna­drifi sem nú­ver­andi starfs­menn hafa fæst­ir aðgang að.

Trúnaður

Þau gögn sem Verðlags­stofa safn­ar og/​eða vinn­ur fyr­ir úr­sk­urðar­nefnd­ina eru trúnaðargögn, sbr. 17. gr. laga nr. 13/​1998, og eru starfs­menn Verðlags­stofu, sem og nefnd­ar­menn úr­sk­urðar­nefnd­ar, bund­in þagn­ar­skyldu. Starfs­menn Verðlags­stofu og nefnd­ar­menn úr­sk­urðar­nefnd­ar geta þar af leiðandi ekki tjáð sig efn­is­lega um ein­staka mál sem til um­fjöll­un­ar eru hverju sinni né þau gögn sem heyra þar und­ir.

Upp­fært 25.08 klukk­an 14:53 í kjöl­far mót­töku yf­ir­lýs­ing­ar Verðlags­stofu.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina