Viðamiklar uppsagnir hjá Finnair

LEHTIKUVA

For­stjóri finnska flug­fé­lags­ins Finna­ir seg­ir að 15% starfs­manna fé­lags­ins verði sagt upp störf­um, alls um eitt þúsund manns. Upp­sagn­irn­ar eru bein af­leiðing af efna­hags­leg­um áhrif­um af kór­ónu­veirufar­aldr­in­um.

Topi Manner, for­stjóri Finna­ir, seg­ir ekk­ert benda til þess að um­skipti séu í nánd hvað varðar stöðu mála vegna COVID-19. Tekj­ur fé­lags­ins hafi dreg­ist um­tals­vert sam­an og því verði að koma rekstr­ar­kostnaði niður svo um mun­ar.

Upp­sagn­irn­ar ná ekki til flugáhafna, það er hvorki flug­mönn­um né flug­freyj­um verður sagt upp. Þeir starfs­menn verða að óbreyttu áfram í tíma­bundnu leyfi en meiri­hluti starfs­manna Finna­ir eru í tíma­bundnu leyfi. Alls starfa 6.700 manns hjá Finna­ir. 

Auk upp­sagna verður farið í skipu­lags­breyt­ing­ar og stefnt að auka enn rekstr­ar­sparnað. Fyrra mark­mið voru 80 millj­ón­ir evra en nú er markið sett á 100 millj­ón­ir evra minni kostnað af rekstri en á síðasta ári. 

Finnska ríkið á meiri­hlut­ann í Finna­ir en fé­lagið dró sam­an flugáætl­un sína um 90% 1. apríl og gaf út af­komu­viðvör­un. Í júní voru gef­in út hluta­bréf fyr­ir 500 millj­ón­ir evra til að auka greiðslu­getu fé­lags­ins. 

Rík­is­stjórn Finn­lands herti ferðatak­mark­an­ir í síðustu viku og eru þær hvergi jafn harðar inn­an Evr­ópu­sam­bands­ins og í Finn­landi. Ísland er meðal ann­ars ekki leng­ur á lista yfir ör­ugg lönd að mati finnskra stjórn­valda.

mbl.is