Hamfarir í ferðaþjónustu

Mörg hótel hafa verið byggð á Íslandi á síðustu árum.
Mörg hótel hafa verið byggð á Íslandi á síðustu árum. mbl.is/Árni Sæberg

Sam­drátt­ur í veltu er­lendra greiðslu­korta í gistiþjón­ustu nam fimmtán­föld­um vexti í veltu inn­lendra korta í gistiþjón­ustu fyrstu sjö mánuði árs­ins.

Velta inn­lendra greiðslu­korta í gistiþjón­ustu jókst um 1,5 millj­arða króna fyrstu sjö mánuði árs­ins, þrátt fyr­ir sam­komu­bann í vor. Skýr­ing­in er því að lík­ind­um auk­in ferðalög inn­an­lands.

Það dug­ar þó skammt fyr­ir hót­el­hald­ara, en er­lenda korta­velt­an hef­ur dreg­ist sam­an um 22,6 millj­arða í gistiþjón­ustu.

Að sama skapi hef­ur veit­inga­geir­inn orðið fyr­ir gíf­ur­legu höggi. Velta er­lendra korta hef­ur þar dreg­ist sam­an um 10,5 millj­arða og velta inn­lendra korta um ríf­lega 930 millj­ón­ir.

Þess­ar töl­ur eru sótt­ar í grein­ingu Rann­sókna­set­urs versl­un­ar­inn­ar (RSV). Niður­stöðurn­ar end­ur­spegla mik­inn sam­drátt í eft­ir­spurn er­lendra ferðamanna eft­ir að kór­ónu­veirufar­ald­ur­inn nán­ast lokaði land­inu. 

Sam­drátt­ur­inn án for­dæma

Árni Sverr­ir Haf­steins­son, for­stöðumaður Rann­sókna­set­urs versl­un­ar­inn­ar, seg­ir sam­drátt­inn í þjón­ustu í vor vera án for­dæma. Vegna veirunn­ar hafi til dæm­is þurft að loka snyrti- og hár­greiðslu­stof­um.

„Það var skörp niður­sveifla í öll­um flokk­um þjón­ustu þegar far­ald­ur­inn skall á. Hann var hins veg­ar tíma­bund­inn í öðrum grein­um en ferðaþjón­ustu,“ seg­ir Árni Sverr­ir og vík­ur að ann­arri bylgju far­ald­urs­ins.

„Sam­drátt­ur­inn verður senni­lega ekki jafn skarp­ur en spurn­ing­in er hversu lang­vinn­ur hann verður. Ég myndi ætla að þjón­ust­an jafni sig al­mennt hraðar en ferðaþjón­ust­an. Það er enda meiri árstíðasveifla í ferðaþjón­ust­unni.“

Þessi grein birt­ist
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Þessi grein birt­ist
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina