Keyptu líkamsræktarstöð frekar en bíl

Ágústa Einarsdóttir.
Ágústa Einarsdóttir. Ljósmynd/Aðsend

Vegna gild­andi tak­mark­ana á sam­kom­um vegna far­sótt­ar­inn­ar ákvað Ágústa Ein­ars­dótt­ir, eig­andi Lík­ams­rækt­ar­inn­ar Grund­arf­irði, að byrja að bjóða upp á úti­tíma í spinn­ing föstu­dag­inn 14. ág­úst og verða úti­tím­arn­ir áfram á meðan veður leyf­ir. Frá og með deg­in­um í dag verða síðan ra­f­ræn­ir æf­inga­tím­ar form­lega í boði á net­inu og er hægt að skrá sig í þá á Fés­bók­inni og In­sta­gram.

Ágústa og Guðmund­ur Njáll Þórðar­son, sem hafa ákveðið að gifta sig 10. októ­ber næst­kom­andi, keyptu Lík­ams­rækt­ina Grund­arf­irði, sem átti tíu ára af­mæli í nóv­em­ber í fyrra, í maí 2018. „Fyrri eig­end­ur höfðu ekki áhuga á að halda starf­sem­inni áfram gang­andi og til stóð að loka stöðinni,“ seg­ir Ágústa um kaup­in. „Við Guðmund­ur vor­um búin að ákveða að kaupa bíl en þegar þessi staða kom upp vor­um við sam­mála um að sniðugra væri að kaupa stöðina því hún gæfi meira af sér!“

Rut Rúnarsdóttir stjórnar útitíma framan við íþróttamiðstöðina.
Rut Rún­ars­dótt­ir stjórn­ar úti­tíma fram­an við íþróttamiðstöðina. Ljós­mynd/​Aðsend

Rekst­ur­inn hef­ur gengið vel en kór­ónu­veir­an hef­ur sett strik í reikn­ing­inn und­an­farna mánuði. Ágústa seg­ir að ekki þýði að gef­ast upp og þau hafi fengið ýms­ar hug­mynd­ir, sem hafi gengið upp, eins og fyrr­nefnd­ir æf­inga­tím­ar, eða bíði betri tíma. Í því sam­bandi nefn­ir hún meðal ann­ars æf­ing­ar sem til stóð að bjóða krökk­un­um í vinnu­skól­an­um í sum­ar í sam­vinnu við sveit­ar­fé­lagið. „Við verðum að hugsa og vinna í lausn­um,“ seg­ir hún og vís­ar meðal ann­ars til þess að hún hafi verið með sér­staka kvöld­tíma fyr­ir mennta­skóla­nem­end­ur og ung­ling­ana í grunn­skól­an­um áður en kór­ónu­veir­an skall á.

Teng­ing við nátt­úr­una

Ágústa og Guðmund­ur hafa búið sam­an í Grund­arf­irði und­an­far­in sjö ár og Ágústa vann þar á leik­skóla áður en hún tók við stöðinni. Guðmund­ur er þaðan og hún á þangað ætt­ir að rekja, en átti áður heima í Kópa­vogi, þar sem hún vann á hjúkr­un­ar­heim­ili. Þar spilaði hún hand­bolta með HK á unglings­ár­un­um og síðan tók al­menn lík­ams­rækt við.

„Ég hef alltaf verið virk í hreyf­ingu og það er gott að geta unnið við áhuga­málið,“ seg­ir hún. Bæt­ir við að mjög gott sé að búa í Grund­arf­irði. „Hér er lít­il sem eng­in um­ferð og nátt­úr­an í tún­fæt­in­um. Það er þrosk­andi að búa á svona fá­menn­um stað og það kenn­ir manni að vera nægju­sam­ari en í marg­menn­inu.“

Lík­ams­rækt­ar­stöðin er í íþróttamiðstöðinni og auk Ágústu stjórna Rut Rún­ars­dótt­ir og Lilja Magnús­dótt­ir æf­ing­un­um. Enn frem­ur eru stöll­urn­ar að byrja með kennslu í Lík­ams­rækt­ar­stöðinni Sól­ar­sport í Ólafs­vík. „Það hef­ur verið mjög gam­an hjá okk­ur og fólk á öll­um aldri frá ferm­ingu upp í konu á átt­ræðis­aldri hef­ur verið í tím­un­um,“ seg­ir Ágústa.

Veðrið hef­ur leikið við þátt­tak­end­ur í spinn­ing-tím­un­um í liðinni viku frá því þeir byrjuðu úti um miðjan mánuðinn. „Við klæðum okk­ur bara eft­ir veðri og það er ekki ama­legt að geta verið í lík­ams­rækt og „tanað“ í leiðinni, gert tvennt í einu með góðum ár­angri!“

Grein­in birt­ist fyrst í Morg­un­blaðinu 24. ág­úst.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Stönd­um sam­an

Við hjá Árvakri vilj­um vekja at­hygli á því sem vel er gert á þess­um erfiðu tím­um. Ef þú ert með góða sögu af fyr­ir­tækj­um og ein­stak­ling­um sem eru að gera gott, sendu okk­ur ábend­ingu á net­fangið stond­um­sam­an@mbl.is.

Stöndum saman