Væntir þess að RÚV biðjist afsökunar

Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson, framkvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar, hefur krafist þess að RÚV …
Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson, framkvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar, hefur krafist þess að RÚV biðjist afsökunar á að hafa árið 2012 gefið í skyn að Vinnslustöðin hafi selt karfa á undirverði.

„Margum­rætt skjal, sem kom í leit­irn­ar hjá Verðlags­stofu skipa­verðs og varðar út­flutn­ing á karfa, staðfest­ir svo ekki þarf um að deila að Helgi Selj­an fréttamaður og RÚV fóru með hreint fleip­ur um Vinnslu­stöðina í Kast­ljósþætti 28. mars 2012,“ skrif­ar Sig­ur­geir Brynj­ar Krist­geirs­son, fram­kvæmda­stjóri Vinnslu­stöðvar­inn­ar í Vest­manna­eyj­um, í opnu bréfi sem birt var á vef fyr­ir­tæk­is­ins í dag.

Vís­ar Sig­ur­geir Brynj­ar til vinnu­reglna RÚV þar sem kveðið er á um að frétta­stofa skuli biðjast af­sök­un­ar ef gerð hafa verið mis­tök og bæt­ir við að hann „vænti þess að RÚV taki sér skamm­an tíma til að fara að eig­in starfs- og siðaregl­um.“

Seg­ir viðskipta­hætti dregna í efa

Í grein­inni seg­ir fram­kvæmda­stjór­inn frá því að í kynn­ingu um­rædds Kast­ljósþátt­ar hafi verið vitnað í þáver­andi formann Sjó­manna­sam­bands Íslands, Sæv­ar Gunn­ars­son, og sagt að hann full­yrðir að „Sam­herji sé ekki eina fyr­ir­tækið sem rann­saka eigi vegna und­ir­verðlagn­ing­ar á afurðum út úr land­inu.“

Seg­ir síðan Helgi í kynn­ingu á viðtali sínu við Sæv­ar: „Eins og fram kom í Kast­ljósi í gær kalla for­ystu­menn sjó­manna og fiskút­flytj­enda eft­ir því að yf­ir­völd kanni viðskipti ís­lenskra út­gerðarfyr­ir­tækja með fiskaf­urðir við dótt­ur­fé­lög er­lend­is. Vinnslu­stöðin í Vest­manna­eyj­um sér um eig­in sölu­mál líkt og mörg önn­ur fé­lög.“

Tel­ur Sig­ur­geir Brynj­ar kynn­ingu þátt­ar­ins og viðtals­ins gefa í skyn að það sé eitt­hvað at­huga­vert við viðskipta­hætti Vinnslu­stöðvar­inn­ar sem kalli á rann­sókn. Seg­ir hann skjalið hins veg­ar sýna „að  Vinnslu­stöðin og sölu­kerfi henn­ar skilaði lang­hæstu verði fyr­ir­tækja í sam­an­b­urði Verðlags­stofu á karfa heim til Íslands, sem skilaði þar með mestu til sjó­manna, eig­enda fé­lags­ins og þar með mestu til hins op­in­bera! Við erum hér að tala um tvö­falt og þre­falt verð sem greitt var fyr­ir heil­an karfa á sama tíma á ís­lensk­um fisk­mörkuðum!“

Yf­ir­lýs­ing­in í heild:

„Margum­rætt skjal, sem kom í leit­irn­ar hjá Verðlags­stofu skipa­verðs og varðar út­flutn­ing á karfa, staðfast­ir svo ekki þarf um að deila að Helgi Selj­an fréttamaður og RÚV fóru með hreint fleip­ur um Vinnslu­stöðina í Kast­ljósþætti 28. mars 2012. Útvarps­stjóri get­ur í krafti reynslu sinn­ar og þekk­ing­ar úr fyrra starfi staðfest að þessi full­yrðing mín er rétt og verið snögg­ur að því að fá það staðfest með skyndi­rann­sókn.

Ég hef í blaðagrein­um und­an­far­in ár kraf­ist þess að RÚV dragi „frétt­ir“ sín­ar um und­ir­verðlagn­ingu Vinnslu­stöðvar­inn­ar til baka og biðjist af­sök­un­ar á fyrr­nefnd­um Kast­ljósþætti. Upp­lýs­ing­ar í nýbirt­um gögn­um loka öll­um flótta­leiðum frétta­manns­ins og RÚV frá mál­inu. Það ligg­ur fyr­ir að Helgi Selj­an mis­notaði aðstöðu sína og brást trausti al­menn­ings. Stend­ur hann enn við full­yrðing­ar sín­ar? Tek­ur út­varps­stjóri virki­lega ábyrgð á vinnu­brögðum frétta­manns­ins?

Um hvað snýst svo málið?

Í kynn­ingu Kast­ljósþátt­ar­ins var vitnað í þáver­andi formann Sjó­manna­sam­bands­ins:

„...hann [Sæv­ar Gunn­ars­son] full­yrði að Sam­herji sé ekki eina fyr­ir­tækið sem rann­saka eigi vegna und­ir­verðlagn­ing­ar á afurðum út úr land­inu.”

Í kynn­ingu sinni á viðtali sínu við Sæv­ar sagði Helgi:  

„Eins og fram kom í Kast­ljósi í gær (28. mars 2012) kalla for­ystu­menn sjó­manna og fiskút­flytj­enda eft­ir því að yf­ir­völd kanni viðskipti ís­lenskra út­gerðarfyr­ir­tækja með fiskaf­urðir við dótt­ur­fé­lög er­lend­is. Vinnslu­stöðin í Vest­manna­eyj­um sér um eig­in sölu­mál líkt og mörg önn­ur fé­lög.”

Síðan seg­ir Helgi (rétti­lega) að Vinnslu­stöðin eigi sölu­fé­lag í Þýskalandi, About Fish, og læt­ur þannig skilj­ast að ein­mitt í viðskipt­um fé­lag­anna sé eitt­hvað grugg­ugt að finna sem beri að rann­saka.

Sæv­ar Gunn­ars­son kom á dög­un­um fram á völl­inn og staðfesti til­vist skjals­ins sem kom nú í leit­irn­ar og þá um leið for­send­urn­ar sem Helgi Selj­an gaf sér.

Hvað kem­ur svo á dag­inn? Í skjali Verðlags­stofu skipta­verðs er borið sam­an verð á fersk­um, heil­um karfa. Sam­an­tekt­in sem slík er reynd­ar mein­gölluð vegna þess að eng­in til­raun er gerð til að aðgreina stærðir karfa (stór karfi er verðmeiri en sá smái), ekk­ert mat lagt á gæði og síðast en ekki síst er ekki leiðrétt fyr­ir mikl­um sveifl­um geng­is ís­lenskr­ar krónu árin 2008 og 2009. 

Skjalið er því varla not­hæft sem sam­an­b­urður en með þess­um fyr­ir­vör­um kem­ur í ljós að Vinnslu­stöðin og sölu­kerfi henn­ar skilaði lang­hæstu verði fyr­ir­tækja í sam­an­b­urði Verðlags­stofu á karfa heim til Íslands, sem skilaði þar með mestu til sjó­manna, eig­enda fé­lags­ins og þar með mestu til hins op­in­bera! 

Við erum hér að tala um tvö­falt og þre­falt verð sem greitt var fyr­ir heil­an karfa á sama tíma á ís­lensk­um fisk­mörkuðum!

Þetta er nú öll „und­ir­verðlagn­ing­in“ sem RÚV dylgjaði um á sín­um tíma.

Í Kast­ljósþætti 2. apríl 2012 fékk ég sem fram­kvæmda­stjóri Vinnslu­stöðvar­inn­ar tæki­færi til að svara ósann­ind­um og dylgj­um þátt­ar­ins og sagði meðal ann­ars:

„Þetta vek­ur mér spurn­ing­ar um vinnu­brögð Kast­ljóss.  Þetta vek­ur mér líka spurn­ing­ar um tíma­setn­ingu Kast­ljóss.  Sam­herji dag­inn áður, strax í kjöl­far fram­lagn­ing­ar fisk­veiðistjórn­un­ar­frum­varps­ins, við dag­inn eft­ir til að reyna að kasta rýrð á Vinnslu­stöðina.“  [...]

„Við get­um boðið Kast­ljósi að koma og skoða öll gögn­in og fara yfir allt sam­an.  Það sem er óhreint og stend­ur eft­ir aðdrag­andi og rann­sókn á aðdrag­anda um­fjöll­un­ar Kast­ljóss og tíma­setn­ing­in í tengsl­um við fram­lagn­ingu fisk­veiðistjórn­ar­frum­varps­ins.“

Nú er sem sagt komið í ljós að grunn­gagn Kast­ljóss styður á eng­an hátt frétta­flutn­ing­inn. Þvert á móti, upp­lýs­ing­ar í grunn­gagn­inu sanna að farið var með fleip­ur. Er þetta í lagi?  Telj­ast þetta vera vönduð vinnu­brögð og í sam­ræmi við vinnu­regl­ur RÚV þar sem seg­ir að

„frétta­mönn­um ber ætíð að full­vissa sig um að upp­lýs­ing­ar þeirra séu rétt­ar og eiga af­drátt­ar­laust að fylgja þeirri reglu að leita til fleiri en eins aðila til að sann­reyna þær upp­lýs­ing­ar sem þeir hafa und­ir hönd­um“?

Svari nú hver fyr­ir sig, út­varps­stjór­inn líka. Í vinnu­regl­un­um stend­ur líka:

„Al­menn­ing­ur á að geta treyst því að rétt sé farið með efn­is­atriði í frétt­um RÚV. Til að svo geti verið þurfa heiðarleiki, agi, ná­kvæmni og sann­girni að ríkja í vinnu­brögðum.“

„Geri frétta­stof­an mis­tök og skýri rangt frá ber að leiðrétta þau svo fljótt sem auðið er á sam­bæri­leg­um vett­vangi og biðjast af­sök­un­ar á mis­tök­un­um. Aldrei skal reyna að fela, breiða yfir eða draga úr mis­tök­um eða rang­færsl­um.“

Ég vænti þess að RÚV taki sér skamm­an tíma til að fara að eig­in starfs- og siðaregl­um og þó fyrr hefði fyr­ir.“

Sig­ur­geir B. Krist­geirs­son

mbl.is