Ámælisvert að Sundabraut skuli ekki hafa verið byggð

Ásgeir Jónsson, seðlabankastjóri.
Ásgeir Jónsson, seðlabankastjóri. mbl.is/Kristinn Magnússon

„Mér finnst al­veg stórund­ar­legt og ámæl­is­vert að Sunda­braut hafi ekki verið byggð miðað við þá um­ferð sem er í bæn­um.“

Þetta sagði Ásgeir Jóns­son seðlabanka­stjóri á opn­um fjar­fundi efna­hags- og viðskipta­nefnd­ar um skýrslu pen­inga­stefnu­nefndr­ar Seðlabanka Íslands til Alþing­is í dag.

Á fund­in­um spurði Smári McCart­hy þingmaður Pírata um fjár­fest­ing­ar í sam­göngu­mál­um í ljósi sam­drátt­ar vegna kór­ónu­veirufar­ald­urs­ins.

Ásgeir seg­ir að vand­inn við marg­ar innviðafjár­fest­ing­ar, líkt og Sunda­braut, sé tækni­leg­ur en ekki pen­inga­leg­ur og fel­ist að miklu leyti í þeim tíma sem taki að und­ir­búa slík­ar fram­kvæmd­ir.

„Við get­um hæg­lega fjár­magnað þetta,“ seg­ir seðlabanka­stjóri um Sunda­braut.

Hugmyndir um Sundabraut.
Hug­mynd­ir um Sunda­braut.
mbl.is