Það eina sem vantar á heimilið er húshjálp

Hildur Gunnlaugsdóttir arkitekt og eiginmaður hennar, Hreiðar Leví Guðmundsson fasteignasali, festu kaup á fallegu raðhúsi í Hvassaleiti fyrir ári. Þau hafa lagt mikinn metnað í að gera heimilið að sínu.

Lesendur Smartlands kannast við Hildi en síðast þegar hún var gestur í þessum þætti bjuggu þau í íbúð í 105 Reykjavík og voru með bleikt eldhús sem vakti mikla athygli. 

Nú kveður við örlítið annan tón og fær grængrá innrétting úr IKEA að leika lykilhlutverk ásamt parketi með fiskibeinamunstri og stórri eyju sem er miðpunktur alls. Þegar Hildur var heimsótt var mjög stutt í settan dag en fjórða barnið bætist við á næstu dögum eða vikum.

mbl.is