Lítill hluti makríls í lögsögunni

Sífellt minna finnst af makríl í lögsögunni.
Sífellt minna finnst af makríl í lögsögunni. mbl.is/Árni Sæberg

Í ís­lenskri lög­sögu mæld­ust tæp­lega 546 þúsund tonn af mak­ríl í sum­ar eða 4,38% af því sem mæld­ist í leiðangri á norður­slóðir.

Vísi­tala líf­massa mak­ríls á leiðang­urs­svæðinu var met­in alls 12,3 millj­ón­ir tonna í ár sem er 7% hækk­un frá ár­inu 2019 og er mesti líf­massi sem mælst hef­ur frá upp­hafi þess­ara leiðangra árið 2007, að því er fram kem­ur í Morg­un­blaðinu í dag.

Síðustu ár hef­ur dregið úr vest­læg­um göng­um mak­ríls og minna verið af fisk­in­um í ís­lenskri og græn­lenskri lög­sögu. Hlut­fallið á Íslands­miðum hef­ur lækkað síðustu þrjú ár og til sam­an­b­urðar má nefna að árin 2015 og 2017 var það um 37% af heild­inni. Miðað við vísi­töl­ur má áætla að tæp­lega 3,9 millj­ón­ir tonna af mak­ríl hafi verið í lög­sög­unni þegar mest var árið 2017 eða um sjö sinn­um meira en í ár.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: