Vinnan ómerk án fulltrúa launafólks

Drífa Snædal forseti ASÍ og Sonja Ýr Þorbergsdóttir formaður BSRB.
Drífa Snædal forseti ASÍ og Sonja Ýr Þorbergsdóttir formaður BSRB. Ljósmynd/ASÍ

For­ystu­kon­ur ASÍ, BHM og BSRB mót­mæla því harðlega að fjár­málaráðherra ætli ekki að hafa full­trúa launa­fólks með í ráðum við mat á efna­hags­leg­um áhrif­um val­kosta í sótt­varna­mál­um.

Við köll­um eft­ir því að starfs­hóp­ur fjár­málaráðherra sem vinna mun reglu­leg­ar grein­ing­ar á efna­hags­leg­um áhrif­um val­kosta í sótt­varna­mál­um verði breikkaður þannig að sjón­ar­mið fleiri en at­vinnu­rek­enda fái að koma þar fram. Það er gam­aldags viðhorf að efna­hags­mál snú­ist fyrst og fremst um fyr­ir­tæki en ekki heim­ili og al­menn­ing,“ seg­ir í til­kynn­ingu frá Drífu Snæ­dal, for­seta ASÍ, Sonju Ýr Þor­bergs­dótt­ur, for­manni BSRB, og Þór­unni Svein­bjarn­ar­dótt­ur, for­manni BHM.

Bent er á að í til­kynn­ingu fjár­málaráðuneyt­is­ins um skip­an starfs­hóps­ins sé tekið fram að hann eigi að taka til­lit til ólíkra sam­fé­lags­hópa og geira hag­kerf­is­ins. Þar hafi full­trúi stór­fyr­ir­tækja, aðstoðarfram­kvæmda­stjóri Sam­taka at­vinnu­lífs­ins, verið kallaður til en full­trú­ar launa­fólks eru víðs fjarri.

Þetta sé til marks um rör­sýn fjár­málaráðherra í efna­hags­mál­um sem geti haft al­var­leg­ar af­leiðing­ar fyr­ir ís­lenskt sam­fé­lag til framtíðar.

„Við krefj­umst þess að fjár­málaráðherra boði full­trúa launa­fólks að borðinu þegar í stað. Að öðrum kosti verða til­lög­ur starfs­hóps­ins og vinna hans ómerk.“

mbl.is

Bloggað um frétt­ina