800 milljóna samningur við útgerð í Rússlandi

Lenin. 50 vindur frá Naust Marine verða um borð.
Lenin. 50 vindur frá Naust Marine verða um borð.

Íslenska iðnfyr­ir­tækið Naust Mar­ine hef­ur gert samn­ing við út­gerðina RK Len­ina í Rússlandi um að koma fyr­ir tölu­verðum búnaði á dekki nýs verk­smiðju­tog­ara fyr­ir­tæk­is­ins sem mun bera nafnið Len­in. Um er að ræða meðal ann­ars 50 vind­ur, stýri­búnað, krana og fleira.

Tog­ar­inn er hannaður af finnska fyr­ir­tæk­inu Wärtsila og verður smíðaður af rúss­neskri skipa­smíðastöð í Kaliningrad, en af­hend­ing er áætluð 2023.

Len­in mun vera 121 metri að lengd og 21 metri að breidd með 5.000 rúm­metra lest. Tog­ar­inn er af slíkri stærðargráðu að hann get­ur helst flokk­ast sem fljót­andi fiskiðju­ver og mun bæði veiða sjálf­ur með eig­in tví­trolli og taka um borð afla frá öðrum skip­um til vinnslu.

Bjarni Þór Gunn­laugs­son, fram­kvæmda­stjóri Naust Mar­ine, seg­ir samn­ing­inn mikla viður­kenn­ingu og tákn um sterka stöðu fyr­ir­tæk­is­ins í Rússlandi.

Nú stefn­ir jafn­framt í að fyr­ir­tækið selji búnað í fjóra nýja tog­ara fyr­ir rúss­nesku út­gerðina Nor­e­bo, til viðbót­ar við þá sex sem þegar eru samn­ing­ar um, að því er fram kem­ur í um­fjöll­un um mál þetta í Morg­un­blaðinu í dag.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: