Telur stjórnvöld hafa gengið of hart fram

Landspítali/Þorkell Þorkelsson

Stjórn­völd hér á landi hafa seilst of langt í aðgerðum sín­um gegn kór­ónu­veirunni að und­an­förnu, að mati Jóns Ívars Ein­ars­son­ar, pró­fess­ors við lækna­deild Har­vard-há­skóla.

Í grein í Morg­un­blaðinu í dag seg­ir Jón að ákv­arðanir yf­ir­valda hafi verið skyn­sam­leg­ar fram­an af og meðal­hófs gætt. Sú kúvend­ing sem gerð var 14. ág­úst með því að setja fólk í 5-6 daga sótt­kví við kom­una til lands­ins sam­fara því að halda áfram með tvær skiman­ir sé um­hugs­un­ar­verð enda sé vandmeðfarið að þrengja að frelsi borg­ar­anna með þess­um hætti.

Að mati Jóns hefði verið skyn­sam­legra að setja alla í tvö­falda skimun en jafn­framt halda áfram með heim­komu­smit­gát á milli sýna. Þetta hefði í för með sér mun minni rösk­un á kom­um ferðamanna til lands­ins og myndi minnka þann skaða sem ferðaþjón­ust­an og fleiri aðilar verða nú fyr­ir.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: