Fegurðardrottningin Manuela Ósk Harðardóttir fagnaði 37 ára afmæli sínu á laugardaginn síðastliðinn. Manuela hélt upp á daginn með kærastanum sínum, Eiði Birgissyni, og skelltu þau sér í Bubbles-búbbluhúsin í tilefni dagsins.
Búbbluhúsin hafa notið mikilla vinsælda í sumar enda stórkostleg upplifun að sofa í kúlunum.
Manuela og Eiður voru á faraldsfæti um helgina en aðfaranótt sunnudags gistu þau á Fosshóteli Jökulsárlóni.
View this post on InstagramÉg beið bara í 37 ár eftir fullkomnum afmælisdegi 🤭❤️ Hjartans þakkir fyrir kveðjurnar 🙏🏼
A post shared by M A N U (@manuelaosk) on Aug 30, 2020 at 2:34pm PDT