Segir aðgerðir stjórnvalda ekki aðalatriðið

Um 60% starfsmanna Fríhafnarinnar var sagt upp í dag.
Um 60% starfsmanna Fríhafnarinnar var sagt upp í dag. mbl.is/Eggert

Líkt og fram hef­ur komið á mbl.is sagði Frí­höfn­in ehf., dótt­ur­fé­lag Isa­via, upp 62 starfs­mönn­um í dag sem er um 60% starfs­manna í fyr­ir­tæk­inu. Fram­kvæmda­stjóri Frí­hafn­ar­inn­ar seg­ir að hún vilji ekki endi­lega rekja sam­drátt í rekstri fyr­ir­tæk­is­ins til aðgerða stjórn­valda við landa­mær­in held­ur fyrst og fremst til fækk­un­ar farþega al­mennt.

„Þetta er aðallega vegna fækk­un­ar ferðamanna sem við gríp­um til þess­ara upp­sagna núna. Óháð því hvaða aðgerðir hafa verið við landa­mær­in hef­ur sam­drátt­ur­inn verið gríðarleg­ur.“ Þetta seg­ir Þor­gerður Þrá­ins­dótt­ir í sam­tali við mbl.is. Hún seg­ir sam­drátt í rekstri Frí­hafn­ar­inn­ar hafa numið frá 75% upp í allt að 95% miðað við eðli­legt ár­ferði. Starf­sem­in hafi svo gott sem lagst af fyrstu vik­urn­ar og mánuðina eft­ir að kór­ónu­veirufar­ald­ur­inn skall á heims­byggðinni.

Til­bú­in að ráða aft­ur

„Ég ætla ekk­ert að gera at­huga­semd­ir við þær aðgerðir sem stjórn­völd grípa til vegna þessa far­ald­urs. Ég veit bara að fækk­un ferðamanna al­mennt er það sem hef­ur skaðað rekst­ur Frí­hafn­ar­inn­ar.“

Þor­gerður seg­ir enn frem­ur að Frí­höfn­in sé reiðubú­in til end­ur­ráðninga ef flugrekst­ur glæðist. „Ef við sjá­um fram á mikla fjölg­un ferðamanna á næst­unni þá að sjálf­sögðu verðum við að ráða fólk á ný. Óviss­an er hins veg­ar mik­il þannig að við verðum að grípa til þess­ara ráðstaf­ana núna.“

Aðspurð seg­ir Þor­gerður að ákvörðunin um hópupp­sögn­ina í dag hafi komið frá Frí­höfn­inni sjálfri en ekki móður­fé­lag­inu Isa­via. „Frí­höfn­in er með eig­in stjórn og fram­kvæmda­stjórn og það erum við sem ákveðum að gera þetta núna, ákvörðunin kem­ur hvergi ann­ars staðar frá.“

mbl.is

Bloggað um frétt­ina