Segir strandveiðarnar geta skapað 350 störf

Örn Pálsson, framkvæmdastjóri Landssambands smábátaeiegenda, segir eðlilegt að ónýttar aflaheimildir …
Örn Pálsson, framkvæmdastjóri Landssambands smábátaeiegenda, segir eðlilegt að ónýttar aflaheimildir strandveiða verði fluttar milli ára og telur að opna eigi fyrir strandveiðum í september. mbl.is/Eggert

Strand­veiðar gengu vel í ár, en fé­lags­menn Lands­sam­bands smá­báta­eig­enda eru óhress­ir með að veiðar voru ekki tryggðar út ág­úst­mánuð. Sam­tök­in biðla til stjórn­valda um að samþykkja breyt­ingu á lög­um sem heim­ila veiðar í sept­em­ber, en ekki var nein slík til­laga tek­in til um­fjöll­un­ar á þingstubbn­um sem hald­in var í síðustu­viku.

„Við höfðum reiknað með því að fá að veiða út all­an ág­úst, en það voru bara ell­efu dag­ar sem við feng­um. Veiðar voru stöðvaðar 19. og þá voru eft­ir sex dag­ar. Það var því eng­inn bát­ur sem náði 48 dög­un­um á tíma­bil­inu. Það var einn sem náði 47 sem var það hæsta sem hægt var að ná,“ seg­ir Örn Páls­son, fram­kvæmda­stjóri Lands­sam­bands smá­báta­eig­enda.

Hann seg­ir hins veg­ar já­kvæðu hliðina vera að veiðin hafi gengið ljóm­andi vel. „Þorskafl­inn jókst um 15% sem er meira held­ur en fjölg­un báta á strand­veiðum. Þetta endaði í heild­arafla í þorski sem nam um 10.751 tonni en í fyrra var þetta 9.328 tonn. Afl­an­um var landað í fimm­tíu höfn­um um allt land, þannig að hinar dreifðu byggðir finna vel fyr­ir strand­veiðunum.“

At­vinnu­skap­andi

Í ljósi þessa tel­ur Örn að rétt­ast væri að strand­veiðar fái aukið hlut­verk í byggðamál­um og að í aukn­um mæli yrði horft til þess­ara veiða við vinnu að breyt­ing­um á út­hlut­un byggða- og at­vinnu­kvóta. „Byggðakvót­inn nýt­ist ekki nægi­lega vel, hon­um er bæði seint og óreglu­lega út­hlutað. Ekki er tryggt að há­marks­verð fá­ist fyr­ir afl­ann þar sem hann er ekki seld­ur gegn­um fisk­markað. Strand­veiðiafl­inn er nán­ast all­ur seld­ur í gegn­um fisk­markaði, þannig að fisk­verk­end­ur lands­ins hafa aðgengi að hon­um.

Við í Lands­sam­bandi smá­báta­eig­enda höf­um talað fyr­ir því í ansi lang­an tíma að byggðakvót­inn verði í miklu meira mæli nýtt­ur af dagróðrabát­um og sá hluti hans sem út­hlutað er til byggðarlaga fá­ist sem íviln­un á kvóta við veiðar,“ seg­ir fram­kvæmda­stjór­inn.

Það voru 669 bát­ar sem tóku þátt í strand­veiðunum í sum­ar sem er um 7,7% fjölg­un frá veiðunum í fyrra þegar 621 bát­ur tók þátt og tæp­lega 22% fjölg­un frá 2018 þegar 549 bát­ar fóru á strand­veiðar. Örn seg­ir ástæðuna fyr­ir fjölg­un­inni nú vera efna­hags­sam­drátt sem hef­ur fækkað at­vinnu­tæki­fær­um. „Síðan er það líka að samþjöpp­un í sjáv­ar­út­vegi, færri skip sem sækja afl­ann, hef­ur leitt til skerðing­ar at­vinnu­tæki­færa fyr­ir sjó­menn. Þá hafa marg­ir fest kaup á bát og sótt í strand­veiðar og þeim fjölg­ar sem hafa meg­in­hluta árstekna sinna af þeim.“

Aflalandað úr strandveiðibát.
Afla­landað úr strand­veiðibát. mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son

Tel­ur hann að strand­veiðar geti í ein­hverj­um mæli jafnað út nei­kvæð áhrif samþjöpp­un­ar á at­vinnu­stigið og seg­ir fátt benda til þess að dragi úr henni á kom­andi árum, stjórn­völd­um beri ein­fald­lega að taka til­lit til þess. „Strand­veiðar eru álit­leg­ur kost­ur til að koma til móts við þess­ar breyt­ing­ar auk þess að veita verðandi sjó­mönn­um tæki­færi til að hefja út­gerð. Það þarf ekki að kaupa kvóta í strand­veiðunum, held­ur fær hver bát­ur ákveðinn veiðirétt sem við von­um að verði 48 dag­ar að lág­marki. Fjölg­un báta er því mjög lík­leg.“

Kall­ar á laga­breyt­ingu

Á grund­velli þess sem fyrr seg­ir, auk áhrifa kór­ónu­veirufar­ald­urs­ins á at­vinnu­stigið, en Vinnu­mála­stofn­un spá­ir því að at­vinnu­leysi muni ná 8,6% í ág­úst, hafa sam­tök­in sent Kristjáni Þór Júlí­us­syni, sjáv­ar­út­vegs- og land­búnaðarráðherra, beiðni um að hann beiti sér fyr­ir að lög­um verði breytt þannig að strand­veiðar geti farið fram í sept­em­ber.

Örn seg­ir 520 strand­veiðibáta hafa verið að veiðum í ág­úst og hafa sam­töl við strand­veiðisjó­menn leitt í ljós að um þriðjung­ur þeirra hyggst ekki taka þátt í strand­veiðum í sept­em­ber, verði það á annað borð leyft. „Þetta gæti skapað 350 störf til sjós, auk af­leiddra starfa í landi.“

Gagn­rýni, er snýr að því að ekki séu til staðar veiðiheim­ild­ir til ráðstöf­un­ar sem gætu gagn­ast strand­veiðimönn­um, vís­ar Örn á bug og seg­ir liggja fyr­ir að afl­inn sem ætlaður var strand­veiðum í fyrra hafi ekki verið full­nýtt­ur og á það einnig við afla í línuíviln­un­ar­kerf­inu. „Við óskuðum eft­ir því að sjáv­ar­út­vegs­ráðherra mundi bæta því við á þessu ári þegar fjölg­un báta var fyr­ir­sjá­an­leg. Hann varð ekki við því og sagðist ekki hafa laga­heim­ild til þess. Við því hefði verið hægt að bregðast meðan þingið var að störf­um í vor og sum­ar en það ekki verið gert, nú gefst hins veg­ar annað tæki­færi og fullt til­efni til þess að breyta lög­um þannig að hægt sé að færa þess­ar afla­heim­ild­ir milli fisk­veiðiára.“

Þá sé fyrr­nefnd breyt­ing á til­hög­un veiðanna og ráðstöf­un afla eðli­leg, að mati Arn­ar, í ljósi þess að mál­um er þegar háttað með þessu sniði inn­an hefðbundna afla­marks­kerf­is­ins, þar sem kvóta­haf­ar hafa getað fært 15% af ónýtt­um afla­heim­ild­um milli fisk­veiðiára. Sú heim­ild var hækkuð í 25% sem hluti af aðgerðum stjórn­valda til þess að stuðla að aukn­um sveigj­an­leika veiða og vinnslu og þar með auka viðbragðsgetu út­gerða vegna kór­ónu­veirufar­ald­urs­ins.

Bjart­sýn­ir

Spurður hvernig fé­lags­menn sam­tak­anna líti á nýtt fisk­veiðiár, seg­ir Örn þá vera bjart­sýna. „Þegar lagðist yfir okk­ur kór­ónu­veirufar­ald­ur vissu menn varla sitt rjúk­andi ráð. Við sáum fram á að við þyrft­um að beita okk­ur fyr­ir því að færa heim­ild­ir milli fisk­veiðiára þar sem við viss­um ekk­ert hvernig markaðirn­ir brygðust við. Allt fór þetta þó bet­ur en bú­ist var við og hef­ur mér þótt markaður­inn vera að taka við sér og hafa verð og eft­ir­spurn verið ásætt­an­leg. Þar hjálp­ar auðvitað til geng­is­fall krón­unn­ar, en ég finn ekki annað en að menn séu bara bjart­sýn­ir fyr­ir kom­andi fiksveiðiári.“

mbl.is/​Sig­urður Bogi Sæv­ars­son

Þá seg­ir fram­kvæmda­stjór­inn að lækk­un geng­is krón­unn­ar að vissu leyti vegi upp sam­drátt í út­gefnu afla­marki í þorski, sem nem­ur 6% milli fisk­veiðiára. Auk þess er von um að ráðgjöf Haf­rann­sókna­stofn­un­ar kunni að taka breyt­ing­um. „Þegar ráðgjöf­in var kynnt var sagt frá falli í tveim­ur ár­göng­um og það var rætt um það að ef það kæmi í ljós í haustr­all­inu að þetta væri röng mæl­ing, þá mætti skoða það að auka við kvót­ann. Við erum bjart­sýn­ir á að það muni ger­ast.“

Viðtalið við Örn var fyrst birt laug­ar­dag 29. ág­úst í 200 míl­um, sér­blaði Morg­un­blaðsins um sjáv­ar­út­vegs­mál.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: