Á Fáskrúðsfirði er nú verið að landa um 1.000 tonnum af makríl úr Hoffelli, að því er segir á vef Loðnuvinnslunnar. Túrinn þykir nokkuð góður í ljósi þess að skipið hélt á miðin á miðvikudagskvöld og var þegar komið til heimahafnar í gærkvöldi.
Makrílafli skipsins á yfirstandandi vertíð er því kominn í um 8.000 tonn.
Aflinn fékkst í Smugunni, en þangað er um 35 klukkustunda stím aðra leið. Þangað heldur Hoffell til veiða á ný að löndun lokinni.