Til hafnar með 1.000 tonn af makríl

Landar nú 1.000 tonnum af makríl á Fáskrúðsfirði.
Landar nú 1.000 tonnum af makríl á Fáskrúðsfirði. mbl.is/Albert Kemp

Á Fá­skrúðsfirði er nú verið að landa um 1.000 tonn­um af mak­ríl úr Hof­felli, að því er seg­ir á vef Loðnu­vinnsl­unn­ar. Túr­inn þykir nokkuð góður í ljósi þess að skipið hélt á miðin á miðviku­dags­kvöld og var þegar komið til heima­hafn­ar í gær­kvöldi.

Mak­rílafli skips­ins á yf­ir­stand­andi vertíð er því kom­inn í um 8.000 tonn.

Afl­inn fékkst í Smugunni, en þangað er um 35 klukku­stunda stím aðra leið. Þangað held­ur Hof­fell til veiða á ný að lönd­un lok­inni.

mbl.is