„Ég var að verjast rangfærslum“

Sigmar Guðmundsson, fyrrverandi ritstjóri Kastljóss, og fréttamaðurinn Helgi Seljan, sem …
Sigmar Guðmundsson, fyrrverandi ritstjóri Kastljóss, og fréttamaðurinn Helgi Seljan, sem hafa báðir verið kærðir til siðanefndar Ríkisútvarpsins af Samherja.

„Ég var ekki að blanda mér í póli­tíska al­menna umræðu eða umræður um þjóðmál held­ur var ég að bregðast við mynd­bandi sem var upp­fullt af rang­færsl­um um frétta­mál sem var birt í þætti sem ég var rit­stjóri yfir,“ seg­ir Sig­mar Guðmunds­son, dag­skrár­gerðarmaður RÚV og fyrr­ver­andi um­sjón­ar­maður Kast­ljóss, spurður um rétt­mæti kæru Sam­herja vegna um­mæla hans og nokk­urra frétta­manna Rík­is­út­varps­ins. 

Rang­færsl­ur um vinnu­brögð

Lögmaður Sam­herja hef­ur lagt fram kæru fyr­ir siðanefnd Rík­is­út­varps­ins á hend­ur ell­efu nafn­greind­um frétta- og dag­skrár­gerðarmönn­um vegna meintr­ar þátt­töku þeirra í þjóðfé­lags­um­ræðu um mál­efni Sam­herja á sam­fé­lags­miðlum, þar á meðal Sig­mari. 

„Ég var að verj­ast rang­færsl­um um vinnu­brögð í þætti sem ég bar ábyrgð á,“ seg­ir Sig­mar í sam­tali við mbl.is en hann var yf­ir­um­sjón­ar­maður Kast­ljóss þegar fjallað var um skjal frá Verðlags­stofu í þætti um meint brot Sam­herja á gjald­eyr­is­lög­um. 

Í kæru Sam­herja til siðanefnd­ar RÚV er talið að Sig­mar hafi gerst brot­leg­ur við  4. mgr. 3. gr. siðareglna Rík­is­út­varps­ins, með eft­ir­far­andi færslu sem Sig­mar birti á Face­book 11. ág­úst:

„Ég hvet fólk til að lesa þessi skrif. Og ég vona að fólk gefi sér tíma í að skoða bæði þenn­an lyga­vaðal sem Sam­herji hef­ur klippt sam­an og einnig um­fjöll­un Kast­ljós[s] um málið á sín­um tíma. 

Þar sjá menn meðal ann­ars að þessi stór­kost­lega rann­sóknar­upp­götv­un Jóns Ótt­ars um að Helgi hafi gengið á milli stofn­ana og rætt við skatt­rann­sókn­ar­stjóra var nú ekki meira leyndó en svo að frá sam­skipt­un­um er gerð ræki­leg grein fyr­ir í um­fjöll­un­inni sjálfri.

Þá má einnig sjá í þess­um Kast­ljósþætti að Sam­herja var boðið að tjá sig um málið áður en um­fjöll­un­in fór í loftið, þvert á það sem sagt er í þætti Sam­herja. Annað fer Þóra vel yfir í sín­um skrif­um sem all­ir ættu að lesa. Kast­ljósþátt­inn sjálf­an má svo sjá hér í at­huga­semd fyr­ir neðan.“

Taldi Sam­herji auk þess 10 aðra frétta­menn brot­lega við 4. mgr. 3. gr. siðareglna Rík­is­út­varps­ins, sem hljóðar svo:

„Starfs­fólk, sem sinn­ir um­fjöll­un um frétt­ir, frétta­tengt efni og dag­skrár­gerð tek­ur ekki op­in­ber­lega af­stöðu í umræðu um póli­tísk mál­efni eða um­deild mál í þjóðfé­lagsum­ræðunni, þ.á m. á sam­fé­lags­miðlum.“

mbl.is