Endurskoði sóttvarnareglur án tafar

Reykjanesbær.
Reykjanesbær.

Stjórn Sam­taka at­vinnu­rek­enda á Reykja­nesi (SAR) skor­ar á rík­is­stjórn­ina að end­ur­skoða þær sótt­varn­a­regl­ur sem nú gilda á landa­mær­um án taf­ar til að auðvelda er­lend­um ferðamönn­um að heim­sækja Ísland og um leið tak­marka efna­hags­leg áhrif veirunn­ar. 

Þetta kem­ur fram í álykt­un sem var samþykkt að lokn­um stjórn­ar­fundi sam­tak­anna í gær.

Þar seg­ir að ákvörðun um að loka land­inu nán­ast með því að skylda fólk í tvær skiman­ir og sótt­kví virðist hafa verið tek­in án sam­ráðs við at­vinnu­lífið í land­inu og án rök­stuðnings.

„Rík­is­stjórn Íslands hefði hæg­lega getað valið mild­ari út­gáfu við skimun á landa­mær­um án þess að loka fyr­ir flæði ferðamanna með svo íþyngj­andi sótt­vörn­um. Til að mynda hefði verið hægt að skima alla, jafn­vel tvisvar en látið duga að setja Íslend­inga í sótt­kví. Ef þær ráðstaf­an­ir gæfu ekki til­ætlaðan ár­ang­ur hefði á seinni stig­um alltaf verið hægt að herða sótt­varn­ir í takt við þær regl­ur sem nú eru í gildi,“ seg­ir í álykt­un­inni.

„Eft­ir gjaldþrot WOW Air og í kjöl­far COVID-19-far­ald­urs­ins hef­ur at­vinnu­leysi í land­inu stór­auk­ist og einna verst er ástandið hér á Suður­nesj­um eins og frétt­ir und­an­far­inna daga sýna og tel­ur stjórn SAR að botn­in­um sé ekki náð. Með ákvörðun rík­i­s­tjórn­ar­inn­ar fyr­ir tæp­um tveim­ur vik­um síðan, þá er fyr­ir­séð að ferðaþjón­usta í land­inu kem­ur að mestu leyti til með að leggj­ast af, alla vega tíma­bundið með auknu at­vinnu­leysi og kostnaði sem erfitt er að reikna til enda.“

mbl.is