Engin siðanefnd til að taka við kæru Samherja

Ekki var skipuð siðanefnd hjá RÚV í fyrra í samræmi …
Ekki var skipuð siðanefnd hjá RÚV í fyrra í samræmi við siðareglur. Í kjölfar kæru Samherja á hendur starfsmanna er óskað eftir tilnefningum í nefndina. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Eng­in siðanefnd var skipuð í fyrra í sam­ræmi við siðaregl­ur Rík­is­út­varps­ins og er því eng­in starf­andi nefnd til að taka við kær­unni frá Sam­herja á hend­ur ell­efu starfs­mönn­um Rík­is­út­varps­ins vegna tján­ing­ar þeirra á sam­fé­lags­miðlum um mál er tengj­ast Sam­herja.

„End­ur­skoðun siðareglna RÚV hef­ur staðið yfir frá síðasta ári og hef­ur því ekki verið end­ur­skipað í nefnd­ina. Í ljósi fram­kom­inn­ar kæru til siðanefnd­ar hef­ur verið óskað eft­ir til­nefn­ing­um í nefnd­ina og að þeim fengn­um verður kær­an send nefnd­inni til meðferðar,“ seg­ir í svari Rík­is­út­varps­ins við fyr­ir­spurn 200 mílna um hverj­ir eiga sæti í siðanefnd­inni.

Þá seg­ir einnig að „siðanefnd RÚV var skipuð haustið 2016 til þriggja ára í sam­ræmi við siðaregl­ur RÚV. Gunn­ar Ingi Jó­hanns­son var þá skipaður formaður nefnd­ar­inn­ar. Aðrir nefnd­ar­menn voru Guðmund­ur Heiðar Frí­manns­son, aðalmaður fyr­ir hönd Siðfræðistofn­un­ar Há­skóla Íslands og Grét­ar J. Guðmunds­son til vara og Sig­ríður Árna­dótt­ir, aðalmaður fyr­ir hönd Starfs­manna­sam­taka RÚV, og G. Pét­ur Matth­ías­son til vara.“

mbl.is