Hið opinbera í bílstjórasætinu

Þrátt fyrir að áfallið sé mikið og opinber fjármál verði …
Þrátt fyrir að áfallið sé mikið og opinber fjármál verði þanin til hins ýtrasta er að finna smá ljós í myrkrinu í tillögunum um breytingar á fjármálastefnunni, að því er segir í Hagsjánni. mbl.is/Árni Sæberg

Hag­fræðideild Lands­bank­ans seg­ir að hið op­in­bera sé nú í bíl­stjóra­sæt­inu hvað hag­stjórn varðar og verði það á næstu árum. Það ættu því að vera góð skil­yrði fyr­ir stjórn­völd að koma stefnumiðum sín­um í fram­kvæmd.

Þetta kem­ur fram í nýrri Hag­sjá bank­ans, þar sem fjallað er um breyt­ing­ar á fjár­mála­stefnu stjórn­valda. 

Tekið er fram að for­send­ur gild­andi fjár­mála­stefnu séu brostn­ar og Alþingi fjalli nú um breyt­ing­ar á stefn­unni fyr­ir árin 2018-2022.

Dýpsta efna­hags­lægð sem sést hef­ur um langa hríð

„Þetta er í annað skipti sem breyt­ing­ar eru gerðar á fjár­mála­stefnu þeirr­ar rík­is­stjórn­ar sem nú sit­ur. Sú fyrri var gerð þegar blik­ur fóru að sjást varðandi hag­kerfið á síðasta ári. Nú er end­ur­skoðun nauðsyn­leg vegna dýpstu efna­hags­lægðar sem sést hef­ur um langa hríð,“ seg­ir í Hag­sjánni. 

Forsendur gildandi fjármálastefnu eru brostnar og Alþingi fjallar nú um …
For­send­ur gild­andi fjár­mála­stefnu eru brostn­ar og Alþingi fjall­ar nú um breyt­ing­ar á stefn­unni fyr­ir árin 2018-2022. mbl.is/​Krist­inn Magnús­son

Bent er á, að sam­kvæmt til­lögu að fjár­mála­áætl­un stefni í að halli hins op­in­bera verði 12,5% af lands­fram­leiðslu í ár. Vik­mörk á óvissu­svig­rúmi í stefn­unni hafi verið auk­in og séu vik­mörk­in tek­in með gæti hall­inn í ár numið 14,5% af lands­fram­leiðslu. Reiknað sé með að dragi úr hall­an­um á næstu árum og hann verði kom­inn í u.þ.b. 10% af lands­fram­leiðslu árið 2022.

Þá seg­ir, að hlut­verk hins op­in­bera í hag­stjórn og efna­hags­líf­inu verði mikið á næstu árum, og á það einkum við um rík­is­sjóð.

Smá ljós í myrkr­inu

„Þrátt fyr­ir að áfallið sé mikið og að op­in­ber fjár­mál verði þanin til hins ýtr­asta er að finna smá ljós í myrkr­inu í til­lög­un­um um breyt­ing­ar á fjár­mála­stefn­unni.

Í grein­ar­gerð með til­lög­un­um seg­ir að í öll­um áföll­um skap­ist tæki­færi til um­bóta og ný­sköp­un­ar. Þar seg­ir einnig að stjórn­völd ætli sér að skapa skil­yrði fyr­ir nýju vaxt­ar- og fram­fara­skeiði í verðmæta­sköp­un efna­hags­lífs­ins með um­fangs­miklu fram­kvæmda­átaki og arðbær­um fjár­fest­ing­um í mennt­un, rann­sókn­um, ný­sköp­un, græn­um lausn­um og sta­f­rænni op­in­berri þjón­ustu.

Hagfræðideild Landsbankans segir að það ættu að vera góð skilyrði …
Hag­fræðideild Lands­bank­ans seg­ir að það ættu að vera góð skil­yrði fyr­ir stjórn­völd að koma stefnumiðum sín­um í fram­kvæmd. mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son

Þá má einnig benda á að fjár­mögn­un­ar­kjör rík­is­sjóðs eru nú með lægsta móti þannig að halla­rekst­ur í nokk­ur miss­eri er ódýr­ari en oft hef­ur verið. T.d. er raunávöxt­un­ar­kraf­an á verðtryggðum rík­is­bréf­um til sex ára nú orðin nei­kvæð.

Segja má að hið op­in­bera sé nú í bíl­stjóra­sæt­inu hvað hag­stjórn varðar og verði það á næstu árum. Það ættu því að vera góð skil­yrði fyr­ir stjórn­völd að koma stefnumiðum sín­um í fram­kvæmd,“ seg­ir í Hag­sjá Lands­bank­ans. 

mbl.is