Samherji kærir ellefu til siðanefndar RÚV

Samherji hefur ákveðið að kæra ellefu starfsmenn RÚV fyrir brot …
Samherji hefur ákveðið að kæra ellefu starfsmenn RÚV fyrir brot á siðareglum. mbl.is/Sigurður Bogi

„Lögmaður Sam­herja hef­ur lagt fram kæru fyr­ir siðanefnd Rík­is­út­varps­ins á hend­ur ell­efu nafn­greind­um frétta- og dag­skrár­gerðarmönn­um vegna þátt­töku þeirra í þjóðfé­lagsum­ræðu um mál­efni Sam­herja á sam­fé­lags­miðlum,“ seg­ir í til­kynn­ingu á vef Sam­herja sem birt var í dag.

Þar seg­ir að öll þau til­vik sem koma fram í kær­unni varði starfs­menn sem sinna um­fjöll­un um frétt­ir, frétta­tengd efni og dag­skrár­gerð og er því haldið fram að all­ir hafi tekið af­stöðu til mála er tengj­ast Sam­herja og eru sér­stak­lega nefnd Seðlabanka­málið og starf­semi Sam­herja í Namib­íu, auk annarra mála svo sem eign­ar­halds fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi og eign­ar­halds á hluta­bréf­um í Eim­skip.

Er kær­an sögð byggj­ast á ákvæði siðareglna Rík­is­út­varps­ins en þar seg­ir: „Starfs­fólk sem sinn­ir um­fjöll­un um frétt­ir, frétta­tengt efni og dag­skrár­gerð tek­ur ekki op­in­ber­lega af­stöðu í umræðu um póli­tísk mál­efni eða um­deild mál í þjóðfé­lagsum­ræðunni, þ.á m. á sam­fé­lags­miðlum.“

Brot sögð ít­rekuð

Þá seg­ir í til­kynn­ingu Sam­herja að ljóst sé að um­rædd­ir starfs­menn Rík­is­út­varps­ins hafi gerst brot­leg­ir við siðaregl­urn­ar. „Þá virðist sem um sé að ræða sam­an­tek­in ráð þar sem marg­ar þeirra færslna, sem fjallað er um í kær­unni, voru birt­ar á sam­fé­lags­miðlum því sem næst sam­tím­is. Ger­ir það brot­in enn al­var­legri,“ seg­ir í til­kynn­ingu Sam­herja og er tekið sér­stak­lega fram að áhersla sé á meint brot þeirra starfs­manna sem sagðir eru hafa ít­rekað gerst brot­leg­ir.

„Þarna er um margít­rekuð brot að ræða hjá sum­um þeirra ein­stak­linga sem eiga í hlut. Þá virðist hóp­ur manna, sem starfa við frétt­ir og dag­skrár­gerð, hafa haft sam­an­tek­in ráð um að skaða orðspor Sam­herja. Af þessu er aug­ljóst á Sam­herji á eng­an mögu­leika á því að fá hlut­lausa um­fjöll­un hjá Rík­is­út­varp­inu,“ er haft eft­ir Þor­steini Má Bald­vins­syni, for­stjóra Sam­herja, í til­kynn­ing­unni.

Nöfn þeirra sem kærð eru til siðanefnd­ar RÚV:

  1. Aðal­steinn Kjart­ans­son, fréttamaður.
  2. Freyr Gígja Gunn­ars­son, fréttamaður.
  3. Helgi Selj­an, fréttamaður.
  4. Lára Ómars­dótt­ir, fréttamaður.
  5. Rakel Þor­bergs­dótt­ir, frétta­stjóri.
  6. Sig­mar Guðmunds­son, dag­skrár­gerðarmaður.
  7. Snærós Sindra­dótt­ir, fréttamaður.
  8. Stíg­ur Helga­son, fréttamaður.
  9. Sunna Val­gerðardótt­ir, fréttamaður.
  10. Þóra Arn­órs­dótt­ir, rit­stjóri Kveiks.
  11. Tryggvi Aðal­björns­son, fréttamaður.
mbl.is

Bloggað um frétt­ina