28 ára hagvaxtarskeiði lokið

Í Ástralíu er skollin á kreppa, sú fyrsta í 28 …
Í Ástralíu er skollin á kreppa, sú fyrsta í 28 ár. AFP

Kreppa er skoll­in á í Ástr­al­íu, sú fyrsta í tæpa þrjá ára­tugi en sam­drátt­ur­inn á öðrum árs­fjórðungi mæld­ist 7% og hef­ur aldrei verið meiri þar í landi.

Nán­ast allt var lokað í Ástr­al­íu vik­um sam­an vegna kór­ónu­veirunn­ar og þrátt fyr­ir að yf­ir­völd hafi sett millj­arða dala inn í efna­hags­lífið virðist það aðeins vera dropi í hafið hjá mörg­um þeirra sem eru í at­vinnu­rekstri.

Töl­urn­ar tala sínu máli, seg­ir fjár­málaráðherra Ástr­al­íu, Josh Fryd­en­berg. Þær staðfesta hörmu­leg­ar af­leiðing­ar COVID-19 á efna­hag lands­ins. Þar hafi verið hag­vöxt­ur í 28 ár en þetta lengsta hag­vaxt­ar­tíma­bil sög­unn­ar hef­ur nú runnið sitt skeið á enda. Ástæðan er far­sótt af þeirri gerð sem sést aðeins einu sinni á öld.

Á fyrsta árs­fjórðungi mæld­ist sam­drátt­ur­inn 0,3% og á öðrum árs­fjórðungi var hann 7%.

Sam­kvæmt niður­stöðum þjóðhags­reikn­inga er áætlað að lands­fram­leiðslan hafi dreg­ist sam­an um 9,3% að raun­gildi á 2. árs­fjórðungi 2020 á Íslandi borið sam­an við sama tíma­bil fyrra árs. Það er mesti sam­drátt­ur sem mælst hef­ur síðan árs­fjórðungs­leg­ar mæl­ing­ar hóf­ust hér á landi. 

mbl.is