Engu barni sagt upp vegna fjáhagsvanda foreldra

mbl.is/Kristinn Magnússon

Eng­um börn­um hef­ur verið sagt upp leik­skólaþjón­ustu vegna fjár­hags­vanda for­eldra í Reykja­vík. Þetta kem­ur fram á vef Reykja­vík­ur­borg­ar en í síðustu viku sendi umboðsmaður barna fyr­ir­spurn um málið til skrif­stofu borg­ar­stjóra.

Um þess­ar mund­ir njóta ríf­lega 5.200 börn þjón­ustu í 63 leik­skól­um borg­ar­inn­ar. Stefna borg­ar­inn­ar er að halda gjald­töku fyr­ir leik­skólaþjón­ustu í lág­marki og standa vörð um hag barna og fjöl­skyldna þeirra.

Ekk­ert barn á að fara á mis við mik­il­væga grunnþjón­ustu eins og leik­skóla­vist vegna fjár­hagserfiðleika eða fé­lags­legr­ar stöðu for­eldra eða annarra for­ráðamanna. Verklags­regl­ur þess efn­is voru samþykkt­ar í borg­ar­stjórn árið 2013, seg­ir á vef Reykja­vík­ur­borg­ar.

„Á hverju ári skap­ast þær aðstæður að ekki ber­ast greiðslur frá öll­um for­eldr­um fyr­ir þá þjón­ustu sem þeir hafa sótt um fyr­ir börn sín. Þá fer af stað hefðbundið ferli þar sem vak­in er at­hygli for­ráðamanna á því að greiðslur séu í van­skil­um. Flest­ir for­ráðamenn bregðast við með því að greiða skuld­ina eða semja um hana. Ef ekki er brugðist við er sent bréf um fyr­ir­hugaða upp­sögn á leik­skólaþjón­ustu þegar liðnir eru a.m.k. 110 dag­ar frá gjald­daga reikn­ings.

Ekk­ert barn hef­ur verið svipt leik­skólaþjón­ustu und­an­far­in miss­eri þegar for­eldr­ar hafa sótt um aðstoð frá vel­ferðarsviði borg­ar­inn­ar sam­kvæmt verklags­regl­un­um frá 2013. Á fyrstu 6 mánuðum 2020 hafa for­eldr­ar um 200 barna fengið aðstoð vegna greiðslu leik­skóla­gjalda.

Á tíma­bil­inu janú­ar 2019 til ág­úst 2020 hafa 26 börn hætt eft­ir að for­ráðamenn þeirra fengu til­kynn­ingu um upp­sögn vegna van­skila.

Tíu þeirra hættu þar sem þau voru að hefja grunn­skóla­göngu, þrjú fluttu frá Reykja­vík áður eða um svipað leyti og plássi var sagt upp
Í til­viki 13 barna hafa for­eldr­ar ekki óskað eft­ir aðkomu vel­ferðarsviðs eða ástæða upp­sagn­ar er óþekkt.

Mik­il­vægt er að all­ir for­eldr­ar séu upp­lýst­ir um grunnþjón­ustu borg­ar­inn­ar og þau úrræði sem eru í boði til að mæta fjár­hags­leg­um erfiðleik­um eða fé­lags­legri stöðu. Nú­ver­andi verklag verður yf­ir­farið til að tryggja það,“ seg­ir á vef Reykja­vík­ur­borg­ar.

Aðgerðaáætl­un­in Brú­um bilið miðar að því að fjölga leik­skóla­rým­um um allt að 750 um alla borg svo hægt verði inn­an fárra ára að bjóða öll­um börn­um frá 12 mánaða aldri pláss í leik­skóla.

Sjá nán­ar á vef Reykja­vík­ur­borg­ar

mbl.is

Stönd­um sam­an

Við hjá Árvakri vilj­um vekja at­hygli á því sem vel er gert á þess­um erfiðu tím­um. Ef þú ert með góða sögu af fyr­ir­tækj­um og ein­stak­ling­um sem eru að gera gott, sendu okk­ur ábend­ingu á net­fangið stond­um­sam­an@mbl.is.

Stöndum saman