Fjallagarparnir Haraldur Örn Ólafsson, Erlendur Pálsson og Björn Davíð Þorsteinsson klifu á topp Hraundranga í Öxnadal 27. ágúst síðastliðinn. Þeir tóku ferðina upp og hafa nú birt myndbandið.
Myndbandið sýnir Hraundranga í allri sinni dýrð og hversu erfitt er að komast á tindinn, sem lengi var talinn ókleifur. Klifrið upp drangann er um 70 metar og farið í tveimur spönnum. Hraundrangi er í 1.075 metra hæð yfir sjávarmáli og blasir við þegar ekið er um hringveginn í Öxnadal.